Þarft innlegg

Heyrði nýlega af vinnubrögðum Finna í sinni kreppu.

Þar var mynduð samstaða allra hagsmunaaðlia um leiðir út úr kreppunni og menn undirgengust samkomulag um þau atriði sem fólk vildi sameinast um sem nauðsynlegar í þeim aðstæðum sem þar geysuðu.

Um 20% niðurskurður í menntakerfinu og svipað í heilbrigðis- og félagsmálakerfinu voru m.a. unnin af þessum hóp svo að pólitískt hnútukast út af þeim málum var minniháttar.

Hér erum við þremur árum eftir hrun og enn sér maður ekki mikla samstöðu, besta dæmið sennilega þessi svakalega magnaða rannsóknarskýrsla sem allir vilja vera búnir að ýta undir stól.

Þar var kallað á nýja siðfræði og samvinnupólitík í stað eiginhagsmunapots og andstöðupólitíkur.  

Við kinkuðum öll kolli en hvað hefur gerst?

Svo er það hárrétt hjá biskupnum að börn og unglingar sjá slæmar fyrirmyndir birtast sér í blöðum, útvarpi og sjónvarpi, fólk sem hamast á neikvæðan hátt í umræðum um menn og málefni.  Slíkt skilar sér of oft inná heimili og vinnustaði og þar heldur slíkt áreiti áfram.

Við erum svo langt frá því að vera komin úr vandanum og ennþá eru sveitarfélögin okkar og ríkið það illa stödd að við þurfum að herða ólarnar.

Við slíkar aðstæður verðum við að standa saman sem samfélag, alveg eins og þegar við verðum fyrir áföllum sem fjölskylda.  Annars erum við á ansi rangri leið sem mun ekki skila okkur fram á veginn heldur reka okkur til baka!


mbl.is Verðum að læra að treysta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Finnar voru ekki rændir af glæpamönnum! Glæpamenn í Finnalndi eru settir í fangelsi. Glæpamenn ganga ennþá lausir á Íslandi. Það er allt önnur staða en var hjá Finnum.

Eyjólfur Jónsson, 25.4.2011 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband