Ábyrgð í tali

Var kennt það ungum að reyna alltaf að taka ábyrgð á því sem ég segði.  Það er vissulega töluvert verk þegar ég á í hlut því ég á til að sletta fram töluverðum fjölda orða!

Í dag hlustaði ég á báðar útvarpsstöðvarnar gefa orðið ljóst vegna umkvörtunarefna.  

Þar komu ansi margir og vildu ræða um alltof háa skatta og í sömu andránni jafnvel benda á hversu svakalegur niðurskurður hefði orðið í grunnkerfum þjóðfélagsins.

Þetta bara yrði að laga. Strax.

Ég held að enginn í okkar samfélagi muni mótmæla því að mikið hefur gengið á í niðurskurði kerfanna okkar og að vissulega fer ákveðið hlutfall okkar í skatta.  Og allt þarf að skoða.

En það skiptir miklu máli núna í vor að ábyrgð verði falin í þeim orðum og samræðu sem mun eiga sér stað í tengslum við það að við erum nú að fara velja okkur nýja fulltrúa inn á löggjafarþingið okkar.  Það er ofboðslega auðvelt að finna orðin sem maður telur að fólk vilji hlusta á, en í öllum orðum manns felst ábyrgð á því að maður ætli sér að standa við þau.

Ég held að það skipti nefnilega mjög miklu máli að við áttum okkur öll á þeirri sameiginlegu ábyrgð sem felst í því að búa í samfélagi sem stendur algerlega og fellur með þátttöku þegna þess í samtryggingunni.

Umræðan fram til 27.apríl ætti að horfa til þess að við virkjum okkur öll í þágu þjóðarinnar, förum yfir hvar svigrúm liggur til að spara svo að við getum bætt það í kerfunum sem þarf að laga.

En ekki bíða eftir því að riddarinn á hvíta orð-hestinum komi og bjargi öllum með galdralausnum... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband