Svo kom beygjan...

Í gær kom hringing í farsímann minn...og sú hringing boðaði beygju.

Eftir níu dásamleg ár í Grunnskóla Snæfellsbæjar sem hafa þroskað mig bæði sem skólamann og persónu gaf hringingin til kynna að mér hefði verið veitt það traust að verða skólastjóri Seljaskóla frá hausti.

Lífið er leið, eina sem við vitum er að það hefur upphaf og það hefur endi.  Á þessari leið koma brekkur sem maður fer upp og niður en líka beygjur eins og þær sem birtust fjölskyldunni á Helluhól 3 í gær og framundan er aðlögun að þeirri beygju.

Þegar lengra líður á vorið og sumarið mun ég örugglega reyna að færa í eitthvað letur það sem mig langar til að segja um minn dásamlega heim í Snæfellsbæ innan og utan vinnunnar og þá um þakklætið fyrir það tækifæri sem Reykjavíkurborg hefur fært mér.

Ég er staðráðinn í að standa undir þeim væntingum sem fylgja slíku starfi í uppáhaldshverfi uppáhaldsborgarinnar minnar!

En í bili hefur það eina breyst er að beygjan hefur verið ákveðin, umskiptin verða í haust og fram að því eru mörg verðug verkefni og mikil gleði, bæði í einkalífi og vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband