Verður ekki lengi atvinnulaus

Gott hjá þér nafni.

Kom mér nú eiginlega ekki á óvart, þessi ólgusjór sem nú geysar mun örugglega hrinda fleirum frá stjórnmálum en hinum góða dreng, Magnús Stefánssyni, Snæfellsbæingi með meiru.

Það er að verða ljóst að það verður nýr hópur i þingliði Framsóknarflokksins að nær öllu leyti og ég satt að segja hlakka til að sjá hvaða valkosti þetta fólk sem hefur týnst í flokkinn að undanförnu mun bera fram til að eignast einhver atkvæði og völd.

En 14 ár í þessu ströggli er auðvitað nóg og ég veit að Maggi verður ekki lengi að finna vinnu þar sem mannkostir hans fá nú að njóta sín án einhvers hreytings frá fólki.

En það er tvennt sem mér finnst neikvætt við brotthvarf hans.  Hann er held ég maður friðarins í vinnunni sinni og það held ég að þurfi að vera einn af kostum íslensks þingmanns á næstu misserum.  Og svo er ljóst að þingmenn Snæfellsness eru ekki fjölmargir og gaman verður að sjá hvort að þeir flokkar sem bjóða fram telja þetta svæði okkar hér mikilvægt eða ekki.

Sjáum til.

En gangi þér vel nafni, væri nú t.d. fínt hjá þér að leggjast í enska boltann á næstu vikum og sjá ljósið sem kemur svo sterkrautt úr Bítlaborginni.  Hef aldrei skilið músíkmenn sem styðja ekki lið frá Liverpool!!!


mbl.is Magnús Stefánsson hættir í stjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband