Fyrsta skrefið komið

Ekki líst mér nú alveg á þetta allt.

Þetta mun auka útgjöld míns heimilis töluvert, ég þarf að aka verulega mikið vegna vinnu minnar og í kjölfar þess að bensínlíterinn mun nú kosta um 180 krónur er líka verið að skera niður kílómetragjald.

Svei mér þá, er hækkun verðlags rétt skref nú þegar verið er m.a. að herja á aukningu ferðamanna sem eitt af leiðunum út úr vandanum?  

Þetta eru fyrstu opinberu skref hinnar nýju ríkisstjórnar jafnaðarmennskunnar víst.  Hækka skatta á neysluvörur heimilanna.  

Mér finnst þetta skrýtin leið til að standa vörð um heimilin.  Mjög skrýtin.

Einhvern veginn finnst mér jöfnuðurinn vera að hallast í áttina niður og það er jafnslæmt og þegar jöfnðurinn er færður upp.

En ég er að fara borga meira í skatt eftir þessa ákvörðun og það byrjar strax á morgun þegar ég fer með fjölskylduna til Reykjavíkur.  Ætli bensínið í þá ferð, sem er um 400 kílómetrar kosti okkur ekki um 10 þúsund krónur...

Held ég tjaldi bara í Ólafsvík í sumarfríinu þetta árið!

 


mbl.is Áfengi og eldsneyti hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta hjá þér. Það er eins og það verið að gleyma heimilum landsins og vandanum en í staðinn verið að koma öllu frá sem er búið að byrgja inn svo lengi. Eitthvað fæst jú í kassann en að þyngja byrðarnar með að slengja þessu svona fram. Man ekki betur en að þessir ágætu VG menn hafi einmitt kvartað yfir mörgum málum sem voru keyrð svona í gegn en að er greinilega sama rassgatið undir öllum í valdavímunni.

Annars bara áfram Liverpool

Símon í Stykkis (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hvað segirðu maður???

Heldur þú að fjárhagurinn leyfi akstur milli Hellisands og Ólafsvíkur á þessu glæpsamlega eldsneytisverði???

Ferðu kanski fótgangandi með tjaldið???

Ef þú ferð á bíl þá er spurning hvort þú komist til baka á rándýra dropanum...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.5.2009 kl. 00:36

3 Smámynd: Sveinn Þór Hrafnsson

Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.

Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.

Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..

Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:32

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Taliði við Gullvagninn. Hans kenningar eru að sannast. IMF vill pening svo að hægt sé að borga fyrir hrunið og skítugur almúginn má borga. Hvað segir það um SF og VG?

Villi Asgeirsson, 29.5.2009 kl. 10:26

5 identicon

Hugsaðu þér allt fólkið hér á Suðurnesjum og Suðurlandi sem keyrir daglega í vinnuna til Reykjavíkur, hvernig fer þetta fyrir þeim? Það er engin önnur leið fyrir þetta fólk að koma sér í vinnuna, fer að verða spurning hvort að það borgi sig.

Þetta endar með fjölda flótta úr landi í haust með þessu áframhaldi.

Jóna Rut (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Nákvæmlega Jóna Rut. Það hækkar ekkert smá mánaðarlegi bensínreikningurinn fyrir þá sem keyra þarna daglega á milli.

Guðmundur St Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband