Jæja

Heyrði nýlega að Vegagerðin væri eina fyrirtækið á Íslandi utan álvera og sjávarútvegs sem stefndi að einhverjum framkvæmdum þetta árið.

Það verður semsagt ekki.

Skattahækkanir í drep og stopp í framkvæmdum.  Er þetta leiðin út úr vandanum?

Að mínu mati er ALLTOF langt gengið á báðum sviðum og klárt að hjólastell allra framkvæmda og atvinnulífs eru helfrosin.  Er svakalega skeptískur á þessar gömlu leiðir sem Steingrímur og Jóhanna eru að kokka upp og held að hrikaleg staða bíði haustsins nema að einhvers staðar birtist óvænt ljós.

 


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

það getur verið rétt hjá þér Magnús en hvað á þá að gera að þínu mati?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.6.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Það er ekki til sú kreppa þar sem það hefur virkað að allt sé sett í stopp, ekki frekar en að það hafi virkað að skattleggja kreppu. Þetta vill "blessuð" ríkisstjórnin ekki sjá e-a hluta vegna...

Margrét Elín Arnarsdóttir, 21.6.2009 kl. 13:41

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Anna það þarf að koma hringrás atvinnulífsins aftur af stað, ekki stoppa hana eins og nú á að gera - þetta er all svakalegur vítahringur sem að "foreldrar" landsins eru að koma af stað:(

Margrét Elín Arnarsdóttir, 21.6.2009 kl. 13:42

4 Smámynd: Örn Ragnarsson

Það er eins og menn hafi gleymt kreppunni sem varð þegar síldin hvarf  hér um árið. Varð það ekki 1967? Alla vega varð ástandið þannig að maður mátti þakka fyrir að fá vinnu í tvo mánuði yfir sumarið. Og framkvæmdir voru skornar so niður að sumarið 68 var nánast þeina sem við vegagerðarmenn gerðum í Dölunum var að girða og aftur girða með fram vegum.

Vélaeigendur og vörubílstjórar urðu að láta sér nægja að vinn með okkur verkemönnunum og tækin stóðu vikum saman. Íslendingar unnu sig út úr erfiðleikunum eins og við munum gera núna. Það tekur bara lengri tíma en maður helst mundi vilja. Óþolinmæði kemur manni ekki langt áleiðis.

Örn Ragnarsson, 21.6.2009 kl. 14:51

5 identicon

Sæll Örn

Hvað misstum  við marga úr landinu á þeim tíma sem aldrei komu aftur? Og bara til að minna þig á: Hvenær byrjaði næsta skeið uppgangs í landinu?

Kv.

Sveinbjörn

PS: Þú mannst væntanlega eftir verkföllunum, verðtryggingunni, verðbólgunni ofl. sem fylgdi næstu áratugi.

Sveinbjorn (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 16:29

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hah, já kennið núverandi stjórnendum um stöðuna. Meiribrandararnir.

Sælir Öddi & Maggi, gaman að  þessu. Annars er Öddi að benda á hið augljósa. Besta mál.

Pólitísk tækifærismennska skilar engu. Það vita allir hvaðan þetta kemur og smá hávaði frá klappliðinu þaggar það ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.6.2009 kl. 17:53

7 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sæl öll.

Takk fyrir kommentin.  Ég er sko alls ekki í einhverri stórri pólitískri debatfærslu hér heldur einfaldlega að lýsa þeirri skoðun minni að varlega verði að fara í það að draga verulega úr vinnu um leið og auknir eru skattar á millistéttina.

Ég viðurkenni það alveg að mér finnst enn eilítið sérstakt að ekkert hefur verið hrært í lagasetningu um einkahlutafélög sem þýða einfaldlega að verulega tekjuháir einstaklingar komast enn með að greiða lítið til samfélagsins.

Svo held ég að við eigum að horfa í að reyna að halda uppi framkvæmdum, auðvitað veit ég að ríkið stendur á brauðfótunum, en ég var að vona að það gæti sett eitthvað fjármagn út í samfélagið á annan hátt en með bótum.  Vegagerð er auðvitað ekki mannfrek vinna, en kannski er nákvæmlega kominn tími á að finna mannfrekar framkvæmdir eins og pabbi er að lýsa að hafi verið unnin í Dölunum.

En kannski er staðan ekki betri en þetta og við verðum bara að bíta í súrt epli, eins og pabbi lýsir að hafi gerst '67 og eftir það.

En þá skiptir máli að við lendum ekki í sama ferli og Sveinbjörn lýsir í sinni athugasemd, því miður held ég að töluverð hætta sé á að slíkt verði. 

Magnús Þór Jónsson, 22.6.2009 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband