Frábær siður, líka í FSN.

Hlíðabúar eru auðvitað frábært fólk, enda mikið af Völsurum Wink

Hafragrautur er uppáhaldsmorgunmaturinn minn, arfleifð frá Sauðanesvita og grautnum sem afi eldaði yfirleitt hvern morgun.  Hollur, einfaldur og staðgóður sem ýtir manni af krafti út í daginn.

Við hér í Grunnskóla Snæfellsbæjar höfum boðið hann sem morgunhressingu nú um sinn og með töluverðum árangri, en Fjölbraut Snæfellinga í Grundarfirði tók einmitt sama sið og rætt er um í þessari frétt upp í haust.  Mun örugglega skila miklum árangri í því að gera hollara fólk hollt.

Svo að öðru, ætla ekki að hætta með Moggablogg, einfaldlega því að ég vill ekki trúa því að lífið á Íslandi sé hvítt og svart.  Nóg eru bitbeinin samt.

Það þýðir þó alls ekki að ég lýsi velþóknun á því sem fram fer á Hádegismóunum þessa dagana.  Öðru nær!


mbl.is Biðröð út úr dyrum eftir graut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband