Kom lítið á óvart í raun

Hef áður verið með ummæli um ákvarðanafælni Ögmundar og það hversu loftið hefur tæmst úr hans blöðru. Óþarfi að hafa um það.

Hann er augljóslega bestur í að vera "fúll á móti" og réð ALLS EKKI við embætti heilbrigðisráðherra.

Vonandi verður þetta til þess að snúið verður við ARFAVITLAUSRI brottvísun Andrésar Magnússonar á Siglufirði, sem sýnir vel hvernig átti að vinna verkin undir stjórn Ögmundar!


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður með bein í nefinu, Ögmundur. Hitt ráðherraliðið er ekki beysið.

Doddi D (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 12:43

2 Smámynd: Óli Jones

hahaha...

Það er svakaleg Valhallarlykt af Samfylkingarfólki í dag...

Eins og það hafi verið ráðherraembættið sem hafi verið honum ofviða...

jahá...

Ykkur er ekki bjargandi...

Skál

Óli Jones, 30.9.2009 kl. 13:23

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Óli Jones.

Já, er það.  Þú skalt sitja rólegur á umræðu um flokkadrátt á mitt nafn.  Það er einfalt að klína stimplum á fólk til að draga það niður.

Gaman þætti mér ef að þú rifjaðir upp glæsta ráðherrasögu þessa ágæta vinar þíns og segðir mér hvað hann afrekaði.  Held nefnilega ekki neitt, umræður hans og Guðlaugs Þórs opinberuðu það algerlega í Kastljósi liðinnar viku.

Það er erfitt að standa keikur í stórsjó.  Auðvelt að stökkva bara frá borði.  Ég verð aldrei sagður stuðningsmaður ICESAVE, en ég hef þá skýru skoðun að Ögmundur hafi verið slæmur ráðherra, haldinn ákvörðunarfælni á háu stigi.

Ef þér líður betur að reyna að draga þá skoðun inn á pólitíska nótu ert þú ekki búinn að lesa þetta blogg neitt, því að mínu mati er íslensk pólitík, hvað þá "hægri" og "vinstri" úrelt fyrirbæri sem þarf að endurskoða frá grunni.

Magnús Þór Jónsson, 30.9.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband