Eru skapadægur að renna upp?

Síðustu tvo daga hef ég velt þessari spurningu fyrir mér.

Er Samfylkingin að átta sig á því að stjórn þeirra og VG er "hækjustjórn" á meðan innan raða samstarfsflokksins er fólk sem er bara tilbúið að vera með ef þeirra viðhorf ræður?

Hvað ætlar Framsóknarflokkurinn að gera, eru Sigmundur og Gunnar Bragi að bíða eftir að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum og ef svo er hvað segja þá Siv, Höskuldur, Birkir og og Guðmundur við því?  Alveg ljóst að Framsókn er ekki einhuga.

Svo Sjálfstæðisflokkurinn.  Ætlar Bjarni að grípa tækifærið og koma stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til valda á ný?  Þarf þá ekki Jóhanna að hætta og vinstri armur Samfylkingar ekki að anda djúpt að sér?

Það er að mínu mati þó núna alveg fullkomlega ljóst að gjörningur hins róttæka vinstri arms í VG hefur orðið til þess að nú þarf ríkisstjórnin að skýra fullkomlega frá hvaða skref á að taka.  Ögmundur, Jón frændi og Guðfríður Lilja þurfa að gera upp við sig hvort þau ætla að taka þátt í "vinstri stjórninni" eða hvort sú tilraun mistókst.

Samfylkingarfólk er að sýna með ákveðni sinni í fjárlagafrumvarpinu að þeim finnst nóg hafa verið gert til að koma til móts við deiluflokkinn VG og lengra verður ekki farið.

Því verða næstu dagar og vikur fróðlegar, svei mér ef ekki eru bara að verða vatnaskil í öllum þeim flokkum sem inni á þingi eru.

Og þá kemur stóra spurningin, hver þorir að stjórna í því neikvæðnibáli sem geysar á Íslandi í dag....


mbl.is „Missa sig í spunanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband