Reglur?

Þráinn Bertelsson reið á vaðið og nú fylgja tveir í viðbót og hætta í þingflokki en sitja áfram á þingi.

Það finnst mér ákaflega sérkennilegt og besta dæmið um það þegar einstaklingar telja sig mikilvægari en þann hóp sem þeir skipa.  

Kannski er það bara mitt íþróttauppeldi en eftir að menn hafa skipt úr sínu liði þá spila þeir ekki með því.  Ef þetta væri t.d. fótboltalið og tveir skiptu úr því þá myndi liðið ekki bara spila næstu leiki með níu manns inná.

Og þessir tveir myndu ekki einu sinni fá að byrja næsta leik, því það þarf minnst átta manns í liði.

Hef heyrt það af þinginu að Lilja sé búin að "spila sóló" allt frá upphafi kjörtímabilsins, allavega eftir að ljóst var að AGS-áætlunin yrði haldið til streitu, og Atli Gíslason hefur lítið verið við þingstörf og því í afskaplega litlum tengslum við þingflokkinn og stjórnina. 

Hann hefur frá upphafi sinnar þingmennsku talað um algerar endurbætur á Alþingi, finnst lagagerðin óvönduð og vill mun meiri umræðu um öll mál.  Mun klárlega ekki bjóða sig fram aftur. 

Það sem maður heyrir af VG er að þeim hafi strax orðið ljóst að Lilja væri ekki líkleg til að styrkja flokksstarfið og viðbúið að hún sliti sig frá því og síðan snúa sér að sinni eigin sannfæringu umfram liðsins. Hún er ein af nokkrum þingmönnum flokksins í Reykjavík svo að það skaðar ekki flokksstarfið í raun.

En það er auðvitað fáránlegt að þingmaður flokks sem er sá eini í víðfeðmu kjördæmi haldi áhrifum sínum inni á þingi, en flokkurinn í kjördæminu ekki.  

Þetta er eitthvað sem þekkist ekki svo glatt í öðrum lýðræðisríkjum þar sem talað er um þingræði.  En kannski er bara kominn tími á að skoða það hvort að okkar form á kosningum, með prófkjörum og/eða forvali flokka sem raða svo á lista, er bara röng aðferð til að ná fram hinu rétta lýðræði.

Persónukjör, eða einmenningskjördæmi, myndu að sjálfsögðu breyta því yfir í að við veldum fólk í stað flokka og mér finnst í ljósi viðburða eins og í gær það eitthvað sem á að skoða.

Ég hef reynslu af því að velja mér flokk út frá stefnu og kjósa í kosningum, til þess eins að sá sem fékk þingsætið m.a. af mínum völdum skipti um skoðun og flokk á algerlega galinn hátt.  Það sárnaði mér ákaflega og átti ekkert skylt við lýðræði.

Reglur lýðræðisins á Íslandi þarf að skoða og sjá hvaða aðferð er líklegust til að leiða til sáttar í samfélagi sem nú logar af óeiningu...


mbl.is Harma úrsögn Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband