Er að koma alvöru verkalýðsslagur?

Á síðustu dögum hefur mér fundist stigmagnast og hríslast út samkennd og baráttuhugur til almennra félagsmanna verkalýðsfélaganna, undir ákveðinni röddu Guðmundar, Vilhjálms á Akranesi og Aðalsteins á Húsavík.

Þessir þrír hafa náð að ýta við þeim í forystusveit verkalýðsins sem að hafa hingað til verið "friðarins menn" og á stundum þolað of mikið af hálfu vinnuveitenda.  Að mínu áliti allavega.

Framundan er mikið sálfræðistíð sem mun standa fast að 25.maí. 

Allir vita að verkfallsvopnið hefur stundum litlu skilað en nú er svo komið að hagsmunir fjöldans eru í þá átt að ganga það langt núna að í raun hóta atvinnurekendum við núverandi aðstæður að fara langt með það að slá sum fyrirtæki og atvinnugreinar alvarlegu höggi.  Sumum fyrirtækjum jafnvel náðarhöggið.

Á undanförnum vikum hafa menn rætt um launahækkanir og skrið í landinu undanfarin ár.  Satt að segja kemur sú umræða mörgum á óvart!  Ansi mörg okkar hafa búið við sömu launatölu í nokkur misserin og því hefur maður tilhneigingu til að draga það í efa að þetta launaskrið eigi við meirihluta þjóðarinnar.

Sem þá þýðir að minnihluti hafi fengið góðar hækkanir.

Svo heyrir maður af góðri afkomu útflutningsfyrirtækja, en þó hefur aðeins Elkem sýnt starfsfólki þá virðingu að gera við það samning.  Örugglega hafa einhverjir borgað bónusa og gefið gjafir, en slíkt á að vera lítilvægt aukaatriði.

Það á að vera frumskilyrði að launafólk vinni samkvæmt gildandi samningum og nú held ég að samkennd verkalýðsins hafi verið endurvakin eftir áralanga fjarveru og því má öllum vera ljóst að almenningur ætlar sér að krefjast bættrar stöðu fjöldans í skugga hruns sem framkallað var af fáum.

Þessi samkennd er fyrst og fremst SA að þakka, þeirra hagsmunagæsla gagnvart sínum félagsmönnum sýndi öllum leiðtogum verkalýðsins hvar áherslur atvinnurekenda liggja og minnti alla rækilega á að til að vinna í umboði launafólks verður að vera tilbúinn til að horfa framhjá persónulegri vináttu og stundum taka slaginn.

Fróðlegt verður að fylgjast með næstu skrefum, sem einstaklingur sem hef tekið þátt í ófáum vinnudeilum undanfarin 20 ár veit ég að nú er verið að hita upp og brýna vopnin.  Stundum dugar það vel, stundum ekki vel.  

En ég endurtek það að á síðustu dögum hefur lið verkaliðshreyfingarinnar styrkst og getur nú gengið óhrætt inn á leikvanginn til að takast á við lið atvinnurekenda.

Og nú er enginn vináttuleikur á ferð,  nú er það alvöru!


mbl.is Hóta allsherjarverkfalli 25. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

Sammála - góður pistill.........

Eyþór Örn Óskarsson, 30.4.2011 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband