Þá hvað?

Eins og reikna mátti með var ekki grundvöllur fyrir stjórninni.  Geir H. hefði svikið sinn flokk með að halda hækjum við Framsókn í vanda.

Hef margrætt það hér á minni síðu að Framsóknarflokkurinn þarf að endurskilgreina sig og skoða hvernig á fylgishruninu stendur.  Finna sér leiðtoga og marka sér sess á miðjunni.

Ég vona innilega að Geir og Ingibjörg beri þá gæfu að ná saman um stjórnarsamstarf.  Það er lang, lang, lang gáfulegasta stjórnarmynstur samtímans og getur fært Íslandi aukna gæfu.  VG og Sjálfstæðisflokkur yrði skrautleg útgáfa.

Nú er boltinn enn hjá Geir, hins vegar er hann nú búinn að afskrifa Framsókn og þar með gefur hann hluta frumkvæðisins frá sér.  Er Ingibjörg kannski núna búin að sussa Steingrím niður og veður af stað í vonlitla Vinstri stjórn.

Vona ekki.  Samfylking og Sjálfstæðisflokk saman takk og Jón Baldvin í ráðherrastól Félagsmála!!!!!!


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Sammarar og Sjallar... spennó spennó!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.5.2007 kl. 15:13

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er sammála þér í meginatriðum Maggi.  Þetta yrði mjög öflug stjórn.  Veit þó ekki hvort Jón Baldvin nennir að skella sér í fulla vinnu á ný.  Hann hefur það svo ljómandi gott eins og er.  Össur ætti tvímælalaust að fara í Umhvefismálin. 

Vilborg Traustadóttir, 17.5.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband