Eins gott að eiga góðan göngustaf!

Allavega ef maður ætlar að labba Strandirnar!

Alveg með ólíkindum að svona heimsóknir beri upp með svona stuttu millibili.  Bjössar og bangsar dúkkandi upp eru ekki hugguleg tilhugsun og ljóst að margir á norðurhluta landsins munu líta vel í kringum sig.

Spurning hverjir leggja á göngu- og veiðiferðir fjarri mannabyggðum og utan GSM sambands?

Ég allavega færi með almennilegan staf í slíka ferð, með hvössum oddi!!!

 


mbl.is Ísbjarna leitað úr lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ja, það eru bara 34 ár síðan það gekk það ísbjörn á land síðast svo vitað sé.  Bendi á þessa frásögn hér http://www.sjos.blog.is/blog/sjos/entry/559652/

Sigríður Jósefsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Ég færi ekki fyrir mitt litla líf þó væri borgað fyrir það þetta sumarið

Ég færi ekki nema að hafa byssu meðferðis  

Solveig Pálmadóttir, 18.6.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: corvus corax

Það hefur leikið grunur á að hvítabirnir hafi gengið á land nyrst á Vestfjörðum síðla vetrar gegnum árin þegar ísröndin hefur legið nálægt landinu enda sést eftir þá spor þótt þeir hafi sjálfir ekki sést enda líklega um stuttar kurteisisheimsóknir að ræða hverju sinni. En þegar birnir ganga á land eins og þeir tveir síðustu í Skagafirði er bara um eitt að ræða og það er að farga þeim umsvifalaust. Til dæmis átti bóndinn á Hrauni lögverndaðan rétt á að aflífa björninn í æðarvarpinu ef hann teldi búsmala og/eða fólki stafa hætta af skepnunni. Þannig að bóndinn gat skotið björninn í stað þess að hringja í lögguna og þá hefði hvílt á honum sú skylda skv. lögum að tilkynna til umhverfisráðuneytis um verknaðinn strax að honum loknum. Sem sagt, hvorki löggan né umhverfisráðherra höfðu lögsögu í málinu ef bóndinn hefði metið það svo að hætta stafaði af dýrinu og drepið það þess vegna, sem hann átti að sjálfsögðu að gera í stað þess að hleypa öllu þessu mussukellíngafriðunarvæli í gang.

corvus corax, 18.6.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hverju heldur þú að göngustafurinn myndi redda ef þú gengir fram á ísbjörn?

Jóhann Elíasson, 18.6.2008 kl. 16:06

5 identicon

Halló Maggi, mátti til að segja til hamingju með afmæli mömmu og pabba, og reyndar bara bestu kveðjur til ykkar allra. Jóa.

Jóhanna barnapía í denn (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:06

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Einu sinni var hvítabjörn á Lágheiði sem liggur milli Fljóta og Ólafsfjatrðar. Maður með stóran broddstaf gekk fram á björninn sem lagði ekki í manninn svona vopnaðann. Maðurinn gekk áfram sem leið lá yfir heiðina og mæætti þá öðrum manni, staflausum.

Þar sem maðurinn með stafinn var að nálgast byggð lánaði hann hinum manninum stafinn sér til verndar á heiðinni.

Þáði staflausi maðurinn það og gekk áfram og framhjá hvítabirninum. Þegar hvítabjörninn sá manninn tók hann á rás. Linnti hann ekki sprettinum fyrr en hann náði hinum manninum og réðst þegar á hann og drap hann.

Sem sagt, björninn þekkti stafinn og vissi að nú væri hinn maðurinn óvopðnaður og auðveld bráð.

Stafurinn skipti því máli í þessu tilfelli Jóhann Elíasson!

Jóhanna barnapía, knús á þig!

Vilborg Traustadóttir, 19.6.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband