Þungir hnífar í Framsóknarflokknum!

Sennilega stærstu pólitísku tíðindin þennan veturinn, ef ekki síðustu 20 árin.  Þrátt fyrir allt tal um skoðanakannanir er Guðni búinn að vera einn af stóru leikmönnunum á vellinum síðustu 12 ár og var núna í vetur búinn að viðhafa stór orð um framtíðina, nú síðast fyrir helgi.

En það er ljóst að fundurinn um helgina skilur flokkinn eftir í ljósum logum stafnanna á milli!!!

Framsóknarflokkurinn varð til sem dreifbýlisflokkur fyrst í stað og lengst af hefur flokkurinn verið talsmaður samvinnu og horft fyrst og fremst til frumgreina í atvinnulífi í bland við stóriðjudrauma.  Hvergi fundust ötulli stuðningsmenn álvera úti á landi!

Framsóknarflokkurinn er eiginlega ekki til í Hafnarfirði, var í skjóli eins manns í Kópavogi og Reykjavík þarf kannski ekki að fara mörgum orðum um.

En í dag virðist hugsjón höfuðborgarframsóknarmannanna um eiginhagsmunapot og hægri sveiflu í átt til nýfrjálshyggjunar verða sú leið sem flokkurinn fer í.  Fáum orðum þarf að fara um hringekjusnúningana í kirkjugörðum þessa dagana, þar sem gömlu Framsóknarhetjurnar horfa upp á nýjan flokk orðinn til.  Eiginlega með ekkert sameiginlegt þeim gamla.

Án Guðna og Bjarna verður gaman að sjá hvar Framsóknarmenn finna sér sérstöðu í pólitík.  Ég sé hana ekki.  Ef þeir ætla sér að verða Evrópusinnar er hreinlegast að ganga til liðs við Samfylkinguna.  Sennilega er B.Ingi þá eðlilegasti kostur þeirra til að komast þangað inn.

Ef þeir ætla sér að horfa til stóriðjunnar sem lausnar er langgáfulegast að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og reyna að losa tök þeirra fáu frjálshyggjupostula sem þar munu verða eftir.  Þá væri upplagt fyrir Valgerði að reyna að komast áfram þar, eða Páll Magnússon, fóstursonur Gunnars J. Birgissonar í pólitík.

Þeir sem eftir eru í flokknum verða seint taldir Framsóknarmenn af gamla skólanum og ótrúverðugt yrði fyrir þá að ætla að sveifla þeim áherslum sem þeir hafa nú skorið frá með þeim sem hafa kvatt völlinn!

Hvað gerist þá hjá þeim sem eru Framsóknarmenn?  Mun Frjálslyndi flokkurinn taka við þeim sem stofnuðu kvótakerfið?  Held ekki.... Munu Ómar eða Steingrímur taka við stóriðjusköpurunum?  Held ekki.....  Stofna Guðni og Bjarni nýjan flokk með áherslu á vöxt frumgreinanna, styrkja til sprotafyrirtækja og setja fram hugmyndir um stóriðju á tveimur til þremur stöðum á landinu????

Vitiði, ég held það.  Þá verður fyrst stuðið að sjá hverjir verða hvar? 

En ljóst er að Framsóknarflokkurinn verður fyrstur í hreinsunareldinn, en hvernig hann kemur þaðan út veit enginn!!!


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband