En framtíðin???

Veit ekki hvort maður á eitthvað að velta sér upp úr þessari ræðu Davíðs, enn einni tilraun hans til að skerpa á línunni milli flokkanna í ríkisstjórninni um leið og hann fríar sig.  Reyndar er ég hjartanlega sammála honum í því að hinir raunverulegu sökudólgar sleppa ótrúlega vel! 

Það er þó ekki neinum til gagns að hann segi ekki skýrt hver það er í þjóðfélaginu sem skuldar 1000 milljarða (Hvaða land leyfir svoleiðis) og svo þarf hann auðvitað að upplýsa þjóðina sína hvers vegna á okkur dundu hryðjuverkalög.  Annað finnst mér landráð.

En einn stóri vandi allra í dag er að það eru allir svo uppteknir af því að hrista af sér bankakreppuruslið að enginn getur talað um framtíðina.

Sennilega ættu fjölmiðlarnir að hætta að tala við stjórnmálamenn og reyna bara að finna spákonur!  Þær allavega vilja endilega tala um framtíðina.  Sjaldgæfur eiginleiki þessa dagana......


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Sennilega vita spákonurnar líka jafn mikið um framtíðina.

Örvar Már Marteinsson, 19.11.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Davíð sýndi fádæma dónaskap með því að halda uppi pólitískri varnarræðu fyrir sjálfan sig á fundi með Verslunarráði.

Margir gengu út.

Minn maður var ekki hress og sagði að auglýst dagskrá fundarins hafi verið gjörsamlega hundsuð og Davíð misnotað aðtöðu sína gróflega, tvöfaldað tíma sinn á kostnað annarra ræðumanna sem gátu talað í 5 mínútur fyrir vikið og svo kórónaði Davíð þetta með því að loka á allar fyrirspurni og umræður.

Menn voru ekki mættir til að komast að því hvort Davíð væri sekur eða saklaus menn mættu til að fá framtíðarsýn og einhverja hugmynd um hver staðan væri og hvað væri hægt að gera. Hlusta á hagfræðingana.

Kannski Verslunnarráð ætti að frekar að fara til spákonu. Eg á Tarrot spil og gæti kannski dustað af þeim rykið!

Góð færsla hjá þér.

Vilborg Traustadóttir, 20.11.2008 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband