Afrakstur endalausrar umræðu um vandamál án tillagna um lausnir?

Kom mér alls ekki á óvart, var búinn að telja líklegt að þetta yrði niðurstaðan. 

Umræðan á Íslandi síðustu mánuði hefur auðvitað verið gríðarlega óvægin, en mér hefur fundist á undanförnum vikum mest standa eftir raddir fólks sem ekki er alveg að átta sig á þeirri stöðu sem ráðamenn okkar eru komnir í, þó vissulega séu þeir nú ekki allir búnir að standa sig vel?

Hvert okkar væri til í að verða þessi saksóknari?  Undir endalausu stækkunargleri og algerlega óháð árangri sínu í starfi ætti sér nær eingöngu óvildarmenn!!!  Þarf að gefa upp eiginlega allt annað en hvað hann borðar í morgunmat og vera tilbúinn að segja hvern hann þekkir!

Ég allavega myndi ekki sækja svo glatt um!  Sérstaklega ekki þegar maður sér myndina sem dregin var upp af saksóknurunum í Baugsmálinu, eða stöðugu níði um Ríkislögreglustjóra.

Ég hef undanfarin kvöld verið að fylgjast með sambloggurum mínum hér og satt að segja horft á þetta land mitt í eilítið öðru ljósi.

Umræðan þarf að fara snúast um lausnir í stað endalausra yfirlýsinga um hvað illa fór.  Auðvitað á slík umræða rétt á sér en ég held að við eigum öll að velta fyrir okkur hvort við viljum skipta við þá sem stjórna núna, setja þá í sæti bloggaranna og við förum í þeirra störf.

Laun þingmanns á Íslandi munu ekki valda því að staðið verði í röð svo glatt til að ná því starfi, þannig að hugsjónir þurfa að koma til.  Ég held því að það sé ágætt tækifæri fyrir hugsjónafólk að fara nú að velta fyrir sér hvað það hefur fram að færa til að rétta þjóðarskútuna við.  Opinber þjónustustörf eru nefnilega oft því marki brennd að allir telja sig geta leyst þau betur en þeir sem þeim sinna.  Það viðhorf þurfum við öll að skoða og haga umræðu okkar í samræmi við það!

Annars er algerlega ljóst að þessi vandræðalega staða, það að enginn sæki um starf manns sem átti að gera upp bankahrunið, komi upp aftur og aftur.

Erum við búin að öskra svo hátt að finna þurfi sökudólga að ENGINN telur það eftirsóknarvert að þjóna landinu sínu á svo göfugan hátt?  Í stærsta vandamáli í sögu þess!!!  Eru dómstólarnir ekki lengur eftirsóknarverðir starfsvettvangar, þar sem að dómstóll götunnar heimtar blóð!?

Þá er illa fyrir okkur komið og ljóst að við erum farin að rotna innan frá.


mbl.is Enginn sótti um embætti sérstaks saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála þér Maggi minn, umræða um lausnir - það er það sem við þurfum. Horfa fram á veginn, bjarga okkur. Ég er komin með ágæta reynslu í sjálfsbjargarviðleitni eftir atvinnumissinn í október.

Það má ekki ske að við festumst í því fari að sjá það illa allsstaðar !

Eigið góð áramót frændi. Knús á Selhólinn.

Hulda Margrét Traustadóttir, 31.12.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband