Kjaftstopp!

Á bara ekki orð.

Auðvitað er hluttekningin fyrst og ég óska Geir H. Haarde velgengni í veikindum. Ljóst mál að þarna eru alvarlegir hlutir á ferð, hef eilitla reynslu sem aðstandandi einstaklings í þessari tegund veikinda og sendi fjölskyldunni baráttukveðjur.  

Sem betur fer er þetta ekki lengur sá sjálfkrafa dauðadómur sem þetta eitt sinn var, en engu að síður skelfileg frétt.

Nú er því að verða ljóst að stór, stór, stór högg hafa verið slegin í hóp reynslumikilla stjórnmálamanna Íslands og næstu dagar og vikur hljóta að verða forvitnilegar.

En dagurinn í dag er helgaður þessari frétt, svo mikið er víst....


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sorglegt.  En við fáum kosningar og þá er að greiða réttu mönnunum atkvæði.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

á logreglan.is Sérð þú flott mynd af konu......með rós í barmi.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þjóðstjórn á að koma til núna. Fram að kosningum! Það er ekki tími fyrir neitt kjaftæði eða flokkadrætti meðal þingheims og ráðherra.

Vilborg Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Hugur okkar allra er hjá Geir og hans nánustu. 

Þjóðstjórnarsamansull núna kallar á þref og kjaftæði. Það þarf að vera hlutlaust utanþingsstjórn ótengdra (hvar sem þeir nú finnast) aðila sem tæki við fram að kosningum ef það á annað borð á að vera að standa í svoleiðis kjaftæði núna.

Er ekki best að láta IMF sjá um þetta... ráða þeir ekki öllu hvort eð er???  

Magnús Þór Friðriksson, 24.1.2009 kl. 00:40

5 identicon

Þú skrifaðir færslu rétt fyrir 21.00 á miðvikudaginn og þar tókstu eftir því að Geir var örþreyttur í einhverju viðtali, þarna er skýringin, hann hafði vitað af þessu meini í rétt rúman sólarhring, og var örugglega ósofinn.

Svo skrifaðir þú færslu tengda ofbeldi á lögregluna. Ég get sagt þér að það voru mjög margar fjölskyldur lögreglumanna áhyggjufullar. Pabbi, sem venjulega er á bakvið skrifborð, stóð í fremstu víglínu þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag frá 11 um morgun til 4 um nótt. Þegar grótkastið var aðfaranótt fimmtudags og hver fréttin á fætur annari kom inná mbl og vísi um slasaða lögreglumenn á leiðinni á slysadeild, þá leið mörgum mjög illa, það er alveg ljóst. Vonandi að það versta sé búið.

En alltaf gaman að kíkja á bloggið þitt þó maður sé ekkert alltof duglegur að deila skoðunum...

Elías Ingi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband