Hverjir og um hvað?

Gaman verður að sjá hvernig gengur hjá þessum samtökum öllum að sameina krafta sína, en að sjálfsögðu eiga þau að reyna það.

Þó ekki væri nema til að sýna fram á ábyrgðartilfinningu fyrir því sem er að gerast, því augljóslega á það að vera þannig þegar maður gagnrýnir stjórnendur verður maður að vera tilbúinn að taka þátt í stjórnuninni sjálfur!  Annað finnst mér afar ótrúverðugt.

Gaman verður að sjá hvað gerist nú á næstu dögum.  Mun Íslandshreyfingin bjóða aftur fram?  Hvað verður um Frjálslynda flokkinn, sem hefur logað innbyrðis?  Hvaða fólki stillir VG upp og hversu djúpt ristir hin nýja Framsókn, hvað þá ef að kjaftasögur um tengsl nýja formannsins við vafasama viðskiptahætti koma fram á sjónarsviðið.

Í raun finnst mér vanta í litrófið, það vantar rödd rétt hægra megin við miðju og yst til vinstri.  Kannski reynir Íslandshreyfingin að staðsetja sig hægra megin við Framsókn og Samfylkingu á miðjunni og ekki kæmi mér á óvart þó að VG reyndi að fara hratt til vinstri, kannski á kostnað umhverfisverndarinnar.

En það á svo eftir að koma í ljós hvort að þjóðin er í raun réttri að gefast upp á stjórnkerfi síðustu áratuga og alvara verður gerð úr því að reyna knýja fram verulegar breytingar á stjórnarskrá og kosningakerfi.

Margt að sjá áður en kosningar koma...


mbl.is Unnið að framboði grasrótarhreyfinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband