Við þurfum að fá að vita meira

Guðjón Arnar henti fram áhugaverðum pælingum í Kastljósi áðan og þessi yfirlýsing þessa ágæta Flanagan hlýtur að kalla á þann sjálfsagða hlut að þjóðin fái að vita nákvæmlega hvað AGS er búið að setja upp sem skilyrði fyrir því að við fáum að eiga bankakerfi.

Það er morgunljóst að það ríkir enginn skilningur í samfélagi þjóðanna með þetta litla land hér lengst uppí norðri og við þurfum að vita hvort málið er eins og Addi Kitta Gau sagði, að við séum komin í snöruna og við séum að bíða eftir því hvenær böðullinn slái undan okkur stólinn.

Það finnst mér stöðugt ágerast, heimtingin á því að við fáum að vita nákvæmlega hvað verið er að semja um að leggja á herðar þessa lands sem þarf sameinaða krafta allra til að lifa af!!!


mbl.is IMF: Áætlunum sé fylgt eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það er mikið í gangi og við eigum að fá upplýsingar....sammála þér.

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2009 kl. 20:56

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála líka. Vonandi skýrist þetta fljótlega.

Villi Asgeirsson, 26.1.2009 kl. 21:10

3 identicon

Allar skuldbindingar Íslands gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er að finna í viljayfirlýsingu dags. 15. nóv. 2008 sem var undirrituð fyrir Íslands hönd af Árna Mathiesen og Davíð Oddssyni.

 http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6606

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:14

4 identicon

Ég skil ekki persónulega hvers vegna einhver peninga eða lagafróður einstaklingur hefur farið yfir skýrsluna (sem ég fann á netinu eftir að einhver sett inn hlekk á eyjuna) og greint þá punkta sem þar koma fram. Ég skal reyna fyrst ég er mað hana í höndunum en ég er tölvunörd ekki peninga eða lagakall. Hér eru þeir punktar sem þeir impra á aftur og aftur í þessari 87 bls skýrslu og hljóta því að vera meginskilyrðin þeirra :

• Preventing further sharp króna depreciation by maintaining an appropriately tight

monetary policy in the context of a flexible exchange rate policy. Restrictions on

capital outflows will remain in the near term.

(Þetta eru gjaldeyrishaftirnar sem settar voru á).

• Developing a comprehensive and collaborative strategy for bank restructuring

by (i) putting in place an efficient organizational structure to facilitate the

restructuring process, (ii) proceeding promptly with the valuation of banks’ assets,

(iii) maximizing asset recovery in the old banks, (iv) ensuring the fair and equitable

treatment of depositors and creditors of the intervened banks, and (v) strengthening

supervisory practices and the insolvency framework.

(Endurreisa bankakerfið, reyna að fá eitthvað útúr gömlu bönkunum og ekki mismuna kröfuhöfum eftir þjóðerni).

• Ensuring medium-term fiscal sustainability. While automatic fiscal stabilizers will

be allowed to work in full during 2009, the program includes the development of a

strong medium-term fiscal consolidation plan to be launched in 2010. This effort is

needed to deal with the very substantial increase in public sector debt that is likely as

a result of the budgetary cost of recapitalizing the banking system fulfilling the

deposit insurance obligations to depositors in foreign branches of Icelandic banks.

(Þetta er örugglega langt erfiðasti parturinn að verða við, 2009 verður "soft" og 2010 verður skorið niður af fullum þunga og krafti).

Svo eru þarna alls konar gröf og töflur og hvaðeina og þar á meðal eru alls konar "gólf" og "þök" sem einfaldlega þýðir að Seðlabankinn og ríkið verður að hafa ákveðið gólf (lágmark) af gjaldeyrisbirgðum og þök eða hámark af frekari skuldsetningu. Ef við höldum okkar innan ákveðins ramma af birgðum og aukum ekki skuldabirgði þá erum við líklegast að uppfylla skilyrðin þeirra.

En eins og áður sagði þá er ég upplýsingatækni maður en ekki fjármálamaður og því gæti þetta verið út í hött hjá mér.

Örn Ingvar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:35

5 identicon

Og svo kemur hlekkurinn á skýrslan á meðan ég var að reyna að túlka hana :p

Þó þetta sé þokkalegur doðrantur þá er tönglast á sömu hlutunum oft í henni og því ekki ómögulegt að lesa í gegnum hana til að skilja þetta aðeins betur.

Eina sem er sérstakt í henni er þessi klausa um að seðlabankinn mun mögulega ekki tjá sig opinbert um sumar aðgerðir sínar.

Örn Ingvar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:45

6 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Takk fyrir þetta Gunnar.

Ekki skemmtilesning, en nokkuð sem maður á að lesa.  Algerlega ljóst að við erum þegar lent á eftir í nokkrum atriðum og viðbúið að Sjóðurinn geri athugasemdir í febrúar.

Ég aftur á mót fann ekki (eða fattaði ekki) upplýsingarnar sem segja frá vaxtastigi og endurgreiðsluhraða lánsins.  Veistu hvað það er???

En það er auðvitað ljóst að þessi baggi er þungbær okkur sem þjóð...

Magnús Þór Jónsson, 26.1.2009 kl. 22:48

7 identicon

Sæll Magnús Þór.

Stýrivextir kallast "policy interest rate" í boxi á bls. 20 í skýrslu IMF og "policy rate" í 15. málsgrein viljayfirlýsingar stjórnvalda og síðan á bls. 84.

Gunnar

Gunnar Tómasson (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 23:14

8 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Gott innlegg.

Að öðru - til hamingju með litlu frændsystkinin Maggi minn. Yndislegar fréttir  Tvíbura móður bróðir !

Hulda Margrét Traustadóttir, 27.1.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband