Ekki réttasta ákvörðun sjávarútvegsráðherra

Tek skýrt fram að ég styð hvalveiðar.

Þess vegna er ég fúll yfir því að í pirringskasti yfir því að vera að kveðja ráðuneytið hendir ráðherrann inn yfirlýsingu um stórfelldar hvalveiðar á næstu fimm árum!

Og auðvitað skila viðbrögðin sér, enn eitt eplið fyrir þjóðina að bítast um og enn eitt málið sem hægt er að nota í þeim tilgangi að kljúfa þjóðina.  Ef Einar heldur að þetta útspil hans auki líkur á hvalveiðum á næstu árum er það kolrangt.  Nú gekk hann út fyrir skynsemismörkin, í raun valdalaus í starfsstjórn og ef að hann áttar sig á hagsmunum hvalveiðisinna dregur hann þessa ákvörðun til baka strax í fyrramálið!!!

Við eigum að sjálfsögðu að fá að nýta okkur veiðar á hval eins og öðrum dýrategundum, en við verðum að gera það í einhverjum takti.

Því nóg er af taktleysinu til þessa dagana.


mbl.is „Aðför að hvalaskoðun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Logason

Gaman að heira raddir skynsemi.

Hvalveiðar eru mjög erfiður málaflokkur við að eiga. Sérstaklega þegar við þurfum að kljást við Bandaríkjamenn sem kalla nánast allt stærra en túnfisk hval. Engin greinarmunr gerður á hval og hrefnu þar.

Því þarf að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum. 

Kristján Logason, 27.1.2009 kl. 22:20

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Vegna taktleysis hefur vösk rythmasveit trommað á Austurvelli undanfarið og mun gera árfam, trúðu mér!

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þar sem hvalaskoðun og hvalveiðar eru stundaðar (Noregur) þar flykkjast skoðunarmenn að hvalveiðiskipunum því það er ekki síður upplifun að sjá hvalveiðar. Þannig að hvalveiðar eru mikil upplyfting fyrir hvalaskoðun og mun örugglega efla ferðaiðnaðinn á komandi sumri og hjálpa okkur við að koma okkur úr kreppunni.  Svo ég tali nú ekki um ný atvinnutækifæri sem gefur okkur margfalt á afleiddum störfum og eflir sjávarútveginn einnig þar sem fleiri fiskar verða eftir í sjónum

Kristinn Sigurjónsson, 28.1.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Sammála því að þetta snúist ekki um hvort rétt sé að veiða hvali eða ekki. Þetta snýst um það að ráðherra misnotar vald sitt sólarhring áður en hann lætur af embætti.

Af hverju gat hann ekki veitt leyfi eitt ár fram í tímann? Af hverju fimm ár? Kannski vegna þess að samflokksmaður hans og þingmaður, Jón Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sjávarnytja sem hafa beina peningalega hagsmuni af því að hvalveiðar hefjist að nýju?

Sigurður Haukur Gíslason, 28.1.2009 kl. 08:26

5 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Eins og þú sérð Kristinn styð ég hvalveiðar og er sammála þér að ég er ekkert viss um að þær slái sem slíkar mikið á hvalaskoðunina.

En þessi tímapunktur hjá ráðherra sem er að missa völdin hjálpar ekki.  Hvorki þjóðinni sem er í stöðugum erjum þessa dagana, eða þá sem vilja hvalveiðar á yfirvegaðan hátt. 

Fyrst er að vera t.d. viss um að markaður sé fyrir stórhveli, því annars er algerlega tilhæfulaust að veiða 150 dýr!

Magnús Þór Jónsson, 28.1.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband