Og svo?

Satt að segja sýnist mér ekki margt líta út fyrir að þessi tilraun með ríkisstjórnarform muni ganga upp!

Framsóknarmenn og Frjálslyndir eru held ég í lykilhlutverki því Samfylkingin og VG eru komnir í hár saman yfir því hver á að verða í forsvari fyrir næstu ríkisstjórn, þó að formennirnir séu ekki enn farnir að rífast.

Kolbrún og Álfheiður eru greinilega að sjúga mótmælakaramelluna og vilja drífa sig í kosningar.

En satt að segja sýnist manni það sem sleit R-listanum á sínum tíma þegar vera að byrja.  Hver á að vera aðal.  VG töldu sig eiga möguleika á að ná meiri áhrifum utan þess lista, sem auðvitað var sprunginn því enginn var alvöru stjórnandinn eftir þegar Ingibjörg kvaddi.   VG sætti sig ekki við það að Samfylkingin væri í forystu þá og strax er það að koma upp núna.  

Þess vegna fannst mér skondið að heyra Árna Þór mæra R-lista samstarfið í gær!  Þetta mun auðvitað marka kosningabaráttuna sem er fram undan og Steingrímur J. þarf að sýna það að hann geti verið með flokkinn sinn í samstarfi við flokk eins og Samfylkinguna og Framsókn sem eru miðjuflokkar, Samfylkingin að stórum hluta hægra megin við miðju.

Með allri þeirri virðingu sem er til fyrir VG og vinstri armi Samfylkingarinnar vona ég að menn átti sig á því að næstu mánuði þarf fyrst og síðast að róa öldurnar í samfélaginu okkar og ef að fólk ætlar að standa í rifrildi um stóla, kosningadaga eða völd er best fyrir það að vera ekki saman í ríkisstjórn.

Samfélagið okkar hefur breyst á undanförnum vikum og alltof margir eru sárir og tilbúnir í átök.  Slíkt samfélag verður vonandi ekki hið "Nýja Ísland"!

Ef að forsetinn sér á fréttum næstu daga að VG og Samfylkingin eru að fara í hár saman á hann EKKI að samþykkja minnihlutastjórn þeirra, heldur kalla saman utanþingsstjórn sem lægja á öldurnar í samfélaginu.  Það er farið að jaðra við hatur milli hópa hér á landi og það vill ég ekki sjá undir nokkrum kringumstæðum!!!


mbl.is Greinir á um kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála þér.

Hvernig væri að fá góða skólastjóra til að kenna þessu liði hvernig maður hagar sér "í bekknum" - þinginu- og í "skólanum" - þjóðfélaginu?

Álfheiður og Kolbrún reikuðu um meðal mótmælenda ásamt Katrínu Jakobs og Ögmundi o.fl. og hvöttu þá til dáða þriðjudaginn 20. jan.

Ég var þar til að krefjast þjóðstjórnar eða utanþingsstjórnar og nýs lýðveldis.

Ekki árfamhaldandi máttleisis aukinnar ringulreiðar og glapræðis.

Forsetinn hvað? Hann er á fulli í vinstr pólitík og er í þotuliði hjá auðmönnum.

Vilborg Traustadóttir, 28.1.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Já þú meinar!

Ég veit ekki alveg hvort það myndi nú duga á þetta lið, en því miður sýnist mér ekki allir í pólitíkinni skilja að þjóðin er leið á þeirra aðferðum. 

Sama í hvaða flokki þeir liggja!

Magnús Þór Jónsson, 28.1.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband