Rýrt innihald

Pistill Jóhönnu í Kastljósi í kvöld og fréttirnar áður sýndu bara fram á þá staðreynd að næstu þrjá mánuðina munum við að stofninum til halda áfram að heyra það sama og áður.

"Við erum að vinna, við þurfum svigrúm og fólk þarf bara að bíða rólegt og treysta því að þetta skilar einhverju að lokum, væntanlega innan tveggja mánuða".

En Seðlabankanum á að breyta, besta mál.  Hins vegar vona ég að leið Steingríms J. verði farin, þ.e. það verði farið að lögum um réttindi ríkisstarfsmanna.  Mér finnst allavega sérstakt ef að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar sem kennir sig við jöfnuð vera að biðja menn um að þiggja ekki umsaminn rétt sinn.  

Hvað ætli Ögmundur segi um það, getur formaður Ríkisstarfsmanna sætt sig við slík vinnubrögð.

Og enn heyrist ekkert, ekkert um einkahlutafélög og þá augljósu staðreynd að um 85% efnamestu einstaklinga landsins greiða ekki neinn skatt.  

Ég ætla ekkert að gagnrýna það að lagður verði á þrepaskiptur tekjuskattur, sem ég reyndar tel vera vinnuletjandi, eða það að hugað verði betur að þeim efnaminnstu.

Ég ætla hins vegar að vera skeptískur á það að þær byrðar verði eingöngu settar á ákveðinn hóp fólks sem er í flestum tilvikum nú þegar að greiða flestu krónurnar í okkar sameiginlega sjóð og hafa ekki stungið krónu undan, eða falið peningana sína í hlutafélagahnút.

Ég veit ekki með hið frelsandi ljós sem margir virtust sjá vera að kvikna, satt að segja var þetta haltrandi tilhugalíf og afurðin er ennþá óljós.

Nema það að Davíð kveður Seðlabankann og vonandi veldur það einhverri hugarró.  Ég held svo reyndar að það þurfi miklu meira til að peningamálastefnan lagist, fannst sannleikur Gunnars Tómassonar í Silfri Egils um helgina ákaflega líklegur og því ljóst að það að skipta út þessum einstaklingum muni ekki valda straumhvörf í peningaumhverfinu.

Það þarf svo miklu meira að koma til!!!


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Vid erum ad skoda, vid munum skoda , skoda ,skoda ,skoda..."

Hef sjaldan heyrt eins fátaeklegt samtal , efnislega sem og ordbúning allan. Fullt af frösum og klisjum!

S.H. (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:50

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég vil líka láta reka þá sem tóku þátt í að gera þessa samninga við bankastjórana..........ég meina hver segir nei þegar svona samningi er veifað framaní hann???????????

tja mar spyr sig.

Sverrir Einarsson, 2.2.2009 kl. 22:17

3 identicon

Sammála þér.

Dabbi hefði hefði auðvitað átt að hætta í byrjun hrunsins. Pólitiskar ráðningar eiga auðvitað ekki að eiga sér stað. Ég er sammála Hilögu Jóhönnu að ráða fagmann í þetta embætti. Hún ætti kannski að leita hjá múrarafélaginu, manekki betur en einn slíkur hafi verið ráðin í FEITT embætti af einni vinstri stjórnini. Klíkuskapur og vinavæðing er lítið betri hja vinstra liðinu.

Auðvitað eigum við Íslendingar að gefa þeim tækifæri.

Annars styð ég Finnsku leiðina með að kjósendur ráði sjálfir uppstyllingu á fólki í framboði, og þá í kjörklefanum.

Er ekki sammála Ómari Ragnars að færa mörkin niður.

Bjorn Jonsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 22:41

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Hvar er nú fólkið í landinu - hér þarf eitthvað nýtt að gerast. Ný hreyfing !

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband