Þá er að finna Ljósvetningagoða!

Búinn að hlusta mikið í dag og hugsa margt. 

En var búinn að fatta það að þrátt fyrir allt mitt blogg og skoðanir var ljóst að ég fengi litlu að ráða og ákvað bara að fylgjast með án þess að blanda mér í umræðuna.  Svo eftir daginn stendur það eftir að nú er ljóst að umræðunni endalausu um ESB og aðildarviðræður er lokið.

Það verður sótt um.  Svo mikið er víst.

Héðan frá tekur við langt ferli sem ég fæ líka litlu ráðið um hvernig verður, en ég fæ þó að kjósa um afurðina á endanum!  Fróðlegast í því verður nú ef að VG vill slíta viðræðum áður en þeim lyki, hvaða umboð hafa þeir til þess?  Að mínu viti ekkert.  Það er búið að taka af skarið og treysta verður þjóðinni til að ráða, um það eru allir sammála sýnist mér.

En ég ætla að vona það að næstu tvö ár fari ekki í stanslausa og stöðuga baráttu "með" og "á móti" ESB.  Mér finnst satt að segja strax í dag vera að leita í þá átt.  Hávær rifrildi og miklar deilur hljóma á netinu og því miður held ég að svipað sé að gerast víða annars staðar.

Inngangan í NATO kallaði á svakaleg átök á sínum tíma sem seint (ef nokkurn tíma) greri yfir og þar á undan voru það siðaskiptin sem enduðu með harmleik.  Litla gleði að sækja í það.

Sú ákvörðun íslensk sem sterkust liggur í sögunni var þegar Þorgeir Ljósvetningagoði var sendur undir felld og þaðan kom hann til að höggva á illdeilur sem klufu þjóðina í tvær fylkingar.  Ákvörðun hans leiddi til friðar, þrátt fyrir að mikill ófriður hefði vofað yfir fram á síðustu stundu.

Nú er að vona það að í þeim umræðum sem á okkur munu dynja næstu tvö árin væri það landinu okkar til mikils happs ef okkur tækist að finna Ljósvetningagoðann í einhverjum einstaklingi hér innanlands og fá hann til að leiða þjóðina.

Ég held satt að segja að enginn stjórnmálaleiðtogi njóti þess trausts, ekki frekar en árið 1000 (u.þ.b.) á Alþingi, að stýra þessu máli næstu misserin.  Í Kastljósi kvöldsins sýndi Þorsteinn Pálsson á sér yfirvegaða hlið, þó ljóst sé að hann vilji ná samningi við ESB telur hann mikilvægt að fara með gát.

Er kannski Þorsteinn að fá uppreisn æru eftir að Davíð henti honum út úr stjórnmálastrætónum forðum?

Ég veit ekki alveg, en ég vona að við Íslendingar hugsum alltaf út í það núna sem endranær að hjá fámennri þjóð skiptir hver einstaklingur miklu máli og rétt hans til skoðana þarf að virða.  Það er lykillinn að okkar velferð að við náum að brosa hvert til annars í gegnum þykkt og þunnt.

Friður er farsælli mín kæru...

Dettur ykkur einhver í hug til að henda undir feld, hann þyrfti ekkert að skríða í hann á Þingvöllum, getur alveg verið á þægilegri stað mín vegna!


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ljósvetningagoði var stórkstlegur og naut trausts!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.7.2009 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband