Gjaldfallin pólitík!

Er í alvörunni bara hægt að koma svona fram?

Eru stjórnmálamenn ákveðnir í því að koma upp þvílíkum glundroða að upp komi sár í þessu samfélagi sem ekki munu gróa?

Þvílíkar gróusögur byggðar á óljósum "heimildamönnum" eða öðrum gróusögum hjálpa ENGUM!  

Ég held að frá því að ég fór að fylgjast með pólitík hafi hún ALDREI farið niður á þvílíkt sandkassaplan sem birtist okkur í dag.  Ekki einu sinni farsinn með Ólaf Magnússon.

Enn einu sinni heiti ég á Siv og Birki að stíga fast til jarðar í Framsóknarflokknum og kippi þessari umræðu út af borðinu!

Landinu blæðir, það er skylda stjórnmálamanna að bregðast við, ekki rífast um hver á að hjálpa.

Því það er raunveruleg hætta á að landinu blæði út!!!!


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er of sein fyrir Framsókn að kippa umræðunni út Magnús.

Framsóknarflokkurinn er þegar búinn á því, þökk sé síamshræsnurunum..

hilmar jónsson, 10.10.2009 kl. 13:57

2 identicon

Af hverju sendi Jóhanna tölvupóst um lánið á sama tíma og mennirnir vour úti.  Var það til að létta þeim róðurinn eða var það til að trufla viðræður þeirra?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband