Vona virkilega ekki

Jólaguðspjallið sker sig að mínu viti úr öllum trúarkenningum, er til marks um auðmýktina sem felst í trúnni okkar.  Margt í henni er fullt af ofbeldi og vísunum í átök og deilur.

En sagan um friðsældina í fjárhúsinu í Betlehem og þá fallegu stund sem þar varð, hvað þá valið á þeim sem flytja áttu fréttina af fæðingu frelsarans.  Fjárhús sem bóndi lánaði og síðan ákvörðun að senda engla til fjárhirða að óska þess að þeir beri fréttina um heiminn er saga sem á að segja frá án þess að þurfa að hafa skammast sín.

Jólahelgileikir með vitringum, fjárhirðum og brúðunni sem gerð er að Jesúbarni eru líka svo ofboðslega hugljúfir og sætir! 

Gleðileg jól allir!


mbl.is Má bara rifja upp sögu Jesú og Maríu í kirkjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sem trúleysingi með öllu og krítík á flest þá sé ég að ekki það skipti máli hvort að æfðing kultforingjans og gjafastund til hans þurfi að vera miðpunkturinn á þessum stöðum á þessum tímum.

Hafandi farið í gegnum milljón og eina söngstund um Jesús kallinn þá get ég með sanni sagt að mér varð ekki meint af... en ég get líka alveg eins sagt að mig skiptir þetta engu máli, hefði allt eins getað verið söng stund um kartöflumanninn sem vildi öllum vel.

Það besta við kartöflumanninn er að hann er ekki byggður á skipulagðri gróðastarfsemi sem er uppfull af nýðingum og græðgi. Nú er ég reyndar að nefna stofnunina, geri mér fyllilega grein fyrir að söfnuðurinn er ekki svona einsleitur, hann er bara eins og fjöldinn. En þeir sem stjórna... þar er ekki jesús fremstur í huga.

Hallur (IP-tala skráð) 25.12.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Reputo

Þar sem við lifum á tímum vísindanna, þar sem gjörsamlega allir veraldlegir hlutir í kringum þig eru afsprengi rökréttrar hugsunar, að þá get ég með engu móti bara ákveðið að trúa einhverri sögu af því að hún er svo falleg eða af því að maður í kufli tönglast á henni ár eftir ár. Það er EKKERT rökrétt við þessa sögu.

....er saga sem á að segja frá án þess að þurfa að hafa skammast sín.

Ertu alveg viss.

Reputo, 25.12.2009 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband