Endurskoðendafyrirtækin
12.5.2010 | 16:31
Augljóst finnst mér að endurskoðendur hafa eitthvað vitað.
Ég hef látið endurskoðanda sjá um mitt skattframtal annað slagið í gegnum ævina, mest þegar ég var að þjálfa. Þeir vissu meira um mín fjármál þá en ég.
Mér finnst því augljóst að endurskoðandi vissi af málum, en ég veit ekki hvernig ábyrgðir þeir bera á þeim gjörningum sem þeir sjá vera framkvæmda.
Það er orrahríð í gangi þessa dagana og ljóst að landslag íslensks fjármálaheims er gjörbreytt og hver hamarinn af öðrum hrynur.
Telja vanrækslu PwC kosta 130 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Magnús
Þú mátt ekki dæma endurskoðendur eða PWC út frá því hvað þinn endurskoðandi vissi um þín fjármál.
Án þess að ég þekki þín fjármál er ég viss um að þau eru býsna einföld og GEGNSÆ miðað við heilan banka.
Sérstaklega þegar stjórnendur og eigendur voru í því að byggja upp flókna snúninga, millifærslur og gervifyrirtæki til að hylja slóð sína og klæki.
Gleymum ekki að stjórnendur bankanna og eigendur, ásamt spilltum stjórnmálamönnum og eftirlitseigendum eru hinir sönnu krimmar.
Kveðja, Svabbi
Svavar Óli (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 17:20
Sæll Magnús
Þú mátt ekki dæma endurskoðendur eða PWC út frá því hvað þinn endurskoðandi vissi um þín fjármál.
Án þess að ég þekki þín fjármál er ég viss um að þau eru býsna einföld og GEGNSÆ miðað við heilan banka.
Sérstaklega þegar stjórnendur og eigendur voru í því að byggja upp flókna snúninga, millifærslur og gervifyrirtæki til að hylja slóð sína og klæki.
Gleymum ekki að stjórnendur bankanna og eigendur, ásamt spilltum stjórnmálamönnum og eftirlitseigendum eru hinir sönnu krimmar.
Kveðja, Svabbi
Svabbi, 12.5.2010 kl. 17:42
Ekki er ég að dæma neinn, heldur hugsa upphátt.
Auðvitað liggur stóra sökin hjá bönkunum og stjórnendum þeirra en ég hef frá hruni velt fyrir mér hvernig menn hafa farið að því að fela ýmsar gjörðir fyrir eftirlitsstofnunum og endurskoðendum sínum.
Það hlýtur að fara að koma í ljós!
Magnús Þór Jónsson, 13.5.2010 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.