Vönduð og ákveðin ummæli
13.5.2010 | 10:55
Gylfi Magnússon hefur staðið sig frábærlega í starfi, m.a. með sterkum ítökum í lagagerð sem heimilaði kyrrsetningu eigna og út úr ráðuneyti hans berast fréttir af vönduðu starfi við smíð á nýrri lagagerð um viðskiptalífið.
Þar sem lokað verður á möguleika á endurtekningu þeirra fordæmalausu atburða sem urðu á Íslandi í tíð fyrri valdhafa og byggð umgjörð um eðlilegt viðskiptalíf, sem er það sem mun bjarga okkar samfélagi að lokum.
Gylfi og Ragna eru ópólitískir ráðherrar með mikið vit á sínum málaflokkum. Ummæli þau sem falla í fréttinni sýna líka að þar fer maður sem er óhræddur við að lýsa sinni skoðun og ber trausti á brjóst þeirra sem nú eru að endurreisa bankakerfið.
Þau tvö sýna mikilvægi þess að stjórnmálamenn hugsi út fyrir rammann og ráði hæfasta fólkið til að stýra ráðuneytum. Tími var til þess kominn.
Og það myndi lýsa fullkomnu tengslaleysi stjórnenda ríkisstjórnarinnar að skipta þeim tveim út. Slíkt mundi einfaldlega sanna að stjórnmálin hefðu ekkert lært á hruninu eða tekið mark á þjóðinni sinni.
Gylfi treystir íslenskum bankamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.