The wake up call
17.5.2010 | 21:37
Besti flokkurinn í Reykjavík hefur tvær hliðar og báðar jafn góðar.
Jón Gnarr fór af stað til að sýna öllum fram á leikhús fáránleikans sem hefur ríkt í íslenskum stjórnmálum þar sem nógu stórir hópar eru til að stjórnmálamenn geti farið langt frá kjósendum sínum og leyft sér að leika sér í embættishúsum án þess að þurfa að eiga við raunveruleikann nema á fjögurra ára fresti.
Það er bara svoleiðis. Ráðhús Reykjavíkur og Alþingi Íslendinga.
Það var gríðarlega gott hjá honum og enn betra að standa við það og hamra á því að fólk er hætt að treysta þessu formi lýðræðisins sem er fyrir löngu farið á hliðina.
Hin hliðin er svo heiðarleg nálgun og árás á þurrt og ómanneskjulegt samband stjórnmálamanna við venjulegt fólk. Náði algerum hæðum þegar hann lagði framboðið niður í háskólaumræðum oddamanna listans.
Bæði þessi atriði munu nýtast verulega í endurreisn lýðræðisins.
Hver stjórnmálaleiðtoginn í borginni af öðrum er fallinn í gryfjuna eða fallinn í skuggann. Framsóknarflokkurinn mun þurrkast út í borginni, sá ágæti Einar á engan frama enda flokksmenn í stríði hver við annan og hafa sótt mikið fylgi í hópa sem nú hafa snúið baki við flokknum. Þær aðferðir sem nýttar hafa verið í borginni hjá þeim flokki virka ekki lengur.
Dagur veit ekki lengur hvernig hann á að haga sér. Leit illa út í viðtölum í gær og trúverðugleiki hans í forystusveitinni er að veði.
Í kvöld kemur Sóley Tómasdóttir svo með "þið eruð ekki fólkið" yfirlýsingu. Sér nú að VG er undir sama hattinum og aðrir, eyða mest af tímanum í innbyrðis erjur og eru að sýna af sér þá hlið að vera "fúli frændinn" sem heimtar það að fá nú að ráða - og talar um að verið sé að gera grín á kostnað barnanna okkar. Svakalega óheppileg frekjuþruma frá þessari ágætu konu.
Hanna Birna kemur skást út og er sú eina á meðal Sjálfstæðismanna sem tjáir sig - er viss um að það er skipulagt, því hinir á listanum ráða ekki við að bregðast við því að pólitíkin er gjaldfallin í bili.
Þá er leiðin ein. Sú að nálgast fólk, til að hlusta og fara þaðan í flokkana sína og byrja á lýðræðinu upp á nýtt.
Því menn skulu reikna með framboði Besta flokksins til Alþingis næst og þá þurfa flokkarnir að vera tilbúnir að lesa fólk og bregðast við því.
Það hefur algerlega mistekist hingað til, hvað sem menn reyna annað að segja!!!
Besti flokkurinn stærstur í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.