Hvað sagði Christiansen?
20.4.2011 | 12:25
Var það bara enn ein fyrirsláttarfréttamennskan að gera mikið úr orðum "Den Danske Bank-mandens" sem spáði fyrir um hrunið?
Hann sagði það sem helst væri að væri stanslaus rifrildi og endalaus niðurrif, við yrðum að verða jákvæðari og reyna að vinna meira saman.
Ég sé nú ekki þess merki að orð hans, eða sambærileg umræða í rannsóknarskýrslunni góðu (sem allir eru búnir að gleyma held ég) sé nokkru að skila.
Með því er ég ekkert að ræða um þessar tillögur sem borgarstjórn samþykkti í gær, vafalítið var það mál allt erfitt og vont, en það að ákveða þar með að hætta sem forseti borgarstjórnar er bara vísun í gamaldags pólitík sem enginn "fjórflokksins" hefur enn þorað að yfirgefa.
Miðað við það sem ég heyri hjá landsmála- og sveitarstjórnarpólitíkusum eru allir kassar að tæmast og ekkert framundan sem virðist ná að snúa því hratt við.
Það er því ennþá mikilvægara að menn fari vel í gegnum öll mál með það að leiðarljósi að ná um þau vinnusátt hið minnsta, líkt og Finnar gerðu í sínu efnahagshruni. Það er morgunljóst að pólitíkusar Íslands eru fyrst og fremst í því þessa dagana að skera niður og draga úr þjónustu, sá sem lætur eins og það sé óþarft er bara að skrökva að fólki.
Í slíku umhverfi er auðvelt að blekkja fólk með upphrópunum um vanhæfi annarra, en betra þætti mér að andstöðupólitíkusar allra flokka áttuðu sig á þeirri samfélagsþjónustu sem vinna við stjórnmál er og hugsuðu fyrst og síðast um hag allra annarra en sín sjálfs...
Það gerir maður ekki með að segja sig frá ábyrgðarstörfum.
Hættir sem forseti borgarstjórnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.