Svona segir maður ekki!
27.9.2011 | 23:22
Viðurkenni það bara að ég trúði því ekki þegar mér var sagt frá því að þingmaður hefði látið þessi orð falla um lögregluna.
Eða þá bara leggja það til að björgunarsveitirnar "sýni virðingu" og verji Alþingi. Er það ekki svo að þingmaðurinn er í slíkri sveit - finnst henni það starfi slíkra sveita til framdráttar að vera dregin inn í þá umræðu sem hún gerir með því að nefna þær.
Miðað við undanfarna daga þarf lögreglan ekki að fá svona framkomu í andlitið og það er bara beinlínis ferlegt að þar fari þingmaður af stað með málið.
Svo svíður það mér enn meira að sá þingmaður komi úr mínu kjördæmi, það verður bara að segjast!!!
Lýsa furðu á ummælum þingmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sem Hjálparsveitamaður hjá Landsbjörg, get ég sagt með sanni, að svona "verkefni" tæki ég aldrei að mér, jafnvel þótt þetta geti fallið undir skilgreininguna "rústabjörgun". Ég hvet alla félagsmenn Landsbjargar að láta ekki plata sig út í pólitíska drullupollinn.
Dexter Morgan, 28.9.2011 kl. 00:37
Komum henni burt og hennar hyski í stjórninni! Nýtt stjórnkerfi án að komu fjórflokksyns ér krafan!
Sigurður Haraldsson, 28.9.2011 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.