Tími og tímaleysi. Hraði og spenna.

Hæ hó.

Fyrst, takk fyrir hressilegar athugasemdir og bréf á e-mailnum varðandi færslu mína tengd mótmælastöðu kennara.  Hef trú á því að grasrót kennara sé að taka meira til sín.  Það vona ég, þá tel ég meiri líkur á því að eitthvað færist til betri vegar hjá þeim.

Blogg dagsins snýst eilítið um upplifun gærdagsins.  Ég var í "bænum" í gær.  Fór að erindast, aðallega reyna að dreifa nafni skólans míns, eða vinna í búnaðarmálum hans.

Í leiðinni þurfti ég aðeins að láta fikta í bílnum mínum.  Þetta kallaði á keyrslu um höfuðborgarsvæðið.  Ég veit að hjá mörgum hljóma ég skringilega, eftir 10 ára búsetu "á mölinni", en mikið óskaplega er mikill erill í borginni okkar.  Ég þurfti að rúlla frá Garðabænum og upp á höfða í tékk.  Fór af stað 07:45.  Stöðugt jókst umferðin og þegar ég rúllaði á móti umferðinni upp Ártúnshöfðann um áttaleytið var nýgerður sveitamaðurinn undrandi á bílahaugnum.  Dagurinn leið svo eilítið þannig.  Rúntur milli staða, umferð alls staðar.  Biðraðir á ljósum.  Svínað á gatnamótum.

Er ekki málið að fara að skoða þetta eitthvað.  Er ekki allt sprungið?  Strætó leysir ekki allan vandann, en verður að fá hærra undir höfuðið.  Sennilega voru það mistök að taka ekki upp lestarkerfi á sínum tíma.  Sem við bítum úr nálinni núna.

Á heimleiðinni í gær duttum við í sveitagírinn þegar við yfirgáfum Borgarnes, sem mér finnst vera síðustu leifar höfuðborgarumferðarinnar.  Eftir það dró verulega úr stressinu, sem var alveg horfið við heimkomu á Sandinn.  Sakna ýmis að sunnan, umferðin er þó ekki eitt af því!!!

Að lokum mæli ég með Bílalandi B&L.  Erum í eilitlum vandræðum með bílinn sem við keyptum þar í haust, en þjónustan og móttökurnar þar gleðja mig.  Mikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband