Danir í vanda.

Allir sem mig þekkja vita hversu skotinn ég er í danskri menningu, tungu og þjóð.  Kaupmannahöfn yfirburðauppáhaldsslökunarborgin mín, nærri því jafn elskuð og Liverpool.  Veit lítið skemmtilegra í útlöndum en labba á Strikinu, sitja á Nýhöfn, þvælast í Tívolí, vera á Bakkanum borða á skemmtilegum dönskum veitingastað eða sötra Carlsberg á öldurhúsi.  Jafnvel þótt það sé yfirleitt fullt af reyk.

Verð samt að viðurkenna að ég fíla ekki Kristjaníu og þetta misskilda frelsi sem þar ríkir.  Reyndar ekki komið þangað nema einu sinni, en fannst þar bara birtast mannleg eymd.  Óþrifnaður var gríðarlegur og ég sá ekkert spennandi við hasspípur og köggla, eða uppþornaða hippana sem voru á Pusher street þann daginn.

Sama finnst mér þarna á ferð.  Ungdómshúsið á Nørrebrogade er að verða nýtt "hústökuhús" og þar virðist róttækur hópur fólks ætla að berjast fyrir "frelsi" til að búa í því í óþökk eigenda og nágranna.  Slíkt frelsi hugnast mér ekki.  Frelsi hinna freku. 

En þarna kannski kemur í ljós það að manns stærsti kostur er oft manns stærsti galli.  Umburðarlyndið sem Danir telja vera sinn stóra kost, "afslöppunargenin" sem svo gott er að upplifa verða oft til marks um skeytingarleysi, þangað til eldurinn er það logandi að erfitt er að slökkva hann.

Nú virðist stefna í heljarslag, með þátttöku róttæklinga utan Danmerkur.  Ég hef trú á því að þessar deilur á Norðurbrú muni kalla á þjóðfélagsrýni hjá Dönum.  Síðast þegar ég var úti var mikil umræða um Kristjaníu og hústökufólk sem mikið virtist af þá.   Blómatíminn er liðinn, laufin visnuð og í stað elskandi hippa virðast vera í fararbroddi þarna anarkistar sem ætla að nota ofbeldi og skemmdarverk til að berjast fyrir sínum málstað.  Unga fólkið sem byrjaði mótmælin er að víkja fyrir "hardcore" jöxlum sem fundu sér þarna stað til að hafa hátt og mikil læti.

Slíkt finnst mér ekki mega verða.  Það að skemma fyrir öðrum er ekki nokkrum sæmandi.  Unga fólkið sem þarna er að berjast verður að sætta sig við það að eigendur hússins ráða örlögum þess.  Barátt þeirra ætti að snúast um að finna annan stað fyrir starfsemina, og þá sjá til þess að neikvæðar hliðar þeirrar starfsemi sem í húsinu fór fram verði ekki það sem starfsemin verður þekkt fyrir.

Make love - not war virðist vera útdauð hugmynd.  Það var grundvöllur hippanna og hugmynd Kristjaníu.  Mér finnst glæpaaldan í Kristjaníu og saga óeirðanna vegna Ungdomshuset ekki eiga neitt skylt við það og því viðbúið að dönsk stjórnvöld bregðist við á annan hátt!


mbl.is Götubardagar á Norðurbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón Arnar.

Ef þú lest söguna um Kristjaníu og upphaf Ungdomshuset hlýtur þú að vera sammála mér um það að óeirðir dagsins og kvöldsins eiga lítið skylt við það.  Ástæða þess að borgarstjórn Kaupmannahafnar tók húsið til sín á ný hlýtur að hafa verið einhver, eða?

Við hljótum að vera sammála um það að það sem við sjáum í fréttum af atburðum á Norrebro í kvöld sé ekki "Skandinavískur" veruleiki.

Tek það skýrt fram að ég skrifaði ekki þennan pistil minn hér til að vera með fordóma gagnvart hippum og talaði aldrei um hass í pistlinum.

Verð að viðurkenna það að mér finnst leitt að þú sért hér að reyna klína á mig fordómum fyrir fólki.  

Þakka þér samt athugasemdina.

Magnús Þór Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband