Hroðalega skemmtilegt!

Á Góugleðinni í Röstinni.

Veislustjórarnir komust skammlaust frá.  Fengu bara eitt og eitt bros. EN, skemmtiatriðin voru SVO skemmtileg.  Gömlu mennirnir í hljómsveitinni LoL stóðu sig framar vonum, Loftur fann fimmta strenginn á bassanum og Siggi og Jói bara rokkaralegir, með harðsköllóttann trommarann á bakvið.

Svo datt þarna inn hver stórsöngvarinn af öðrum, Roxanne, Fjöllin hafa vakað og fleiri flott lög tekin og snúið á íslenskan texta með stæl!!!!  Idol og X-Factor hvað????  Bara Súper-Góa......

Maturinn var flottur, "Exótískur saltfiskréttur", "Gratíneraðar gellur", "Lúða í Sítrónulegi", "Hrefnu-Roast beef" ásamt öðru meira hefðbundnu á hlaðborði.  Össi, Toni og Guðrún eiga mikið hrós þar skilið.

Upplyfting og Kristján Hofsósingur fóru svo rólega af stað á ballinu en svo unnu þeir alveg ágætlega á.  Var búinn að gleyma sumum lögunum þeirra, ofurvæmnir textar og angurværir raddhljómar Kristjáns.  Kallaði eftir Siglfirðingum á ballinu til að syngja Gautalagið "Lindin", og þá birtust við þarna fjögur sem eigu tengingar í höfuðstað síldarinnar.  Það var skemmtilegt.

Við hjónaleysin erum stoltust af því að enn einn ganginn dugðum við allt ballið og vorum með þeim síðustu út.  Með frosið bros á vörum, fannst eins og við værum að koma út af stóru ættarmóti.  Við fundum bæði fyrir mikilli samkennd í gær og stolti fólks á sér sjálfu og sínum. 

Og sínir eru klárlega þeir sem byggja bæinn!!!

Takk fyrir okkur.... Frábært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þín/ykkar var sárt saknað í árlegu upphitunarpartýi hjá "gamla genginu" í Austurbrúninni.  Upphitunin tókst svoooo vel ap þessu sinni að einungis Magga og José komust á ballið!! Aðrir voru annað hvort of "edrú" eða of e-ð til að fara.Öddi með gítarinn "gölmu" hamraði nokkur vel valin lög og sungið við raust, Magga móða með sín þrjú grip komst ansi langt með að halda uppi fjörinu og söngur var svo innilegur að enginn tók eftir þó vantaði eitt og eitt grip inn í undirleikinn.

Vilborg Traustadóttir, 4.3.2007 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband