Svona gerist þegar menn skora á móti mér!

Úff.

Aumingja félagsmálaráðherrann.  Hefði átt að vara hann við þeim hræðilegu afleiðingum sem hljótast af því að skora sigurmark gegn mér í knattspyrnuleik!  Þeir sem ekki vita það nú þegar mega semsagt vita það að liðin okkar mættust í undanúrslitaleik Firmakeppni Víkings í Ólafsvík fyrir 2  vikum og þegar 14 sekúndur voru eftir skoraði ráðherrann sigurmark Deloitte gegn mér sem var í þessu móti markvörður Hobbitalagna!

Já nafni, manst þetta næst þegar við mætumst á vellinum, maður hefur ýmis sambönd sjáðu til!  En án gríns vona ég nú að þetta sé ekki alvarlegt hjá Ólsaranum í Framsóknarflokknum, ef hann hefði drifið sig á Sandinn á Góugleðina um helgina hefði hann verið fjallhress.  Sannfærður um það!

En að öðru leyti bara þokkalegt, hægt og rólega að skríða saman eftir flensuna, aldrei að vita nema ég hendi í mig óargasúpunni hennar Fanneyjar í kvöld og sjái hvað leiðir af því.  Ferlegt slen yfir manni í þessari flensu, verður bara að segjast.

Ánægður að heyra það að rigga eigi upp ættarmóti Sauðanesveldisins í sumar, stefnan klárlega sett þangað uns annað kemur í ljós.  Heimta ættarfótboltaleik og fjallgöngu.  Annað út í bláinn!

 Meira með rísandi heilsu........


mbl.is Magnús mun ekki ljúka að mæla fyrir jafnréttisáætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Veistu MÞ að ég var nærri viss um að þú og þinn metnaður í fótbolta hafi orðið til þess að ráðherrann fékk sykurfall.  Stilltu þig maður, svona framganga getur beinlínis kostað VEIKINDI!!

Gott að þér er að batna.  Takk fyrir pistil

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 20:05

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Sammála Maggi, þú bara tekur völdin með fótboltann og fjallgönguna, gaman væri að fara yfir Gjár en Jonni stakk upp á að fara út í Strákafjall.......íþróttakeppni fyrir krakkana ?? Svo ótal margt hægt að gera. Látum okkur hlakka til, Stella er að fara að senda út bréf á liðið.

Heyrumst. Magga móða

Hulda Margrét Traustadóttir, 9.3.2007 kl. 08:19

3 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Jamm.

Fyrst er að ganga frá dagsetningunni, hef reyndar trú á að við náum að klára það.  Fjölskyldufundur áætlaður um helgina um málið, Helga búin að vera í vinnunni fram á kvöld alla þessa viku.

Ég reyndar held að gjárnar eða Strákafjall sé í það erfiðasta, nema fyrir okkur sem erum fjallavön.  Mér datt nú bara í hug að fara inn í Engidal, upp að vatnsbóli og kannski hægt að skipta þar liði, fara í erfiðari leiðina og og auðveldari.

Eitt sem mér dettur í hug, eigum við ekki að skilja eitthvað eftir okkur??  Veit að Jonni býr ennþá á nesinu, en datt í hug að við hin sem höfum búið þar eða tengjumst myndum setja upp eitthvað sjáanlegt, til að minna okkur öll á tengingarnar á nesið og eitthvað til prýði fyrir ábúendur.

Mér dettur í hug að Mangi myndi smíða minnisvarða, eða að listmálarinn í ættinni byggi til málverk sem yrði varðveitt á staðnum að eilífu.  Stundum pirra ég mig eilítið á tveimur stórum minnisvörðum um Garibaldaættina, en enginn veit af 40 ára veru afa og ömmu. 

Hvað finnst þér?????

Magnús Þór Jónsson, 9.3.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ég nefnilega kemst ekki lengur inn á lykilorðinu á síðuna þína.........

Magnús Þór Jónsson, 9.3.2007 kl. 10:24

5 identicon

Jú komin dagsetning 23 og 24 júní. Alveg til í vatnsbólsferð eða hvað sem er treysti ykkur og fylgi straumnum. Þú þekkir Jonna, vill fá að hlægja að þeim sem færu að skjálfa úr hræðslu í Strákafjalli

Góð hugmynd að skilja eitthvað eftir, talið við Mánga líst vel á það, látið mig bara vita ef þið viljið að ég máli eitthvað - ekki málið !!

Gott að fá ykkur í þetta og sést strax að ekki vantar hugmyndirnar.

Frábært. Magga móða

Magga móða (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 12:26

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nú eruð þið alveg að missa ykkur.  Það er minnisvarði um fólk sem fórst í hræðilegu snjóflóði á Engidal.  Pabbi barðist fyrir því að vegurinn yrði ekki lagður yfir tóftir bæjarins sem snjóflóðið tók og síðan reistu Garibaldarnir myndarlegan minnisvarða þar hjá. Mér finnst nú ekki þurfa minnisvarða um lifandi fólk.  Verkin tala.Bara mitt mat þarf ekki að vera rétt mat. Ég tek með mér göngustafina svo ég kemst slatta á þeim.  vatnsbólið eða tölta um tún og trítla á engi......  Gott framtak.

Vilborg Traustadóttir, 9.3.2007 kl. 22:13

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Halló. Engin að tala um minnisvarða þannig heldur hlut sem minnir á veru foreldra okkar á Nesi. En afhverju þarf alltaf að fara að huga að svona hlutum þegar fólk er fallið frá, væri gaman að sjá svipin á pabba ef einhverju svona væri komið fyrir til minningar um allt það sem hann gerði á Sauðanesi. Var í sannleika sagt útvörður sjómanna, flugmanna og síðan umferðar til Siglufjarðar, man eftir mörgum góðum dæmum um það sem hann gerði til að stoppa fólk frá því að ferðast um í slæmum veðrum. Bara svona smá innlegg. Magga móða

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.3.2007 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband