Fínt mál!

Ég held að þarna hafi verið tekin rétt ákvörðun.

Vissulega veit ég það að flestir gerðu sér vonir um hærri prósentuhækkanir og kannski fastar kveðið að orði hvað gerist í framhaldinu, þ.e. áætlanir varðandi vinnu við kjarasamningagerð.

En málið er bara það að eftir síðustu kjaradeilu þarf nýja hugsun í allt ferlið.  Er sammála því sem ég hef heyrt víða að það sé mikilvægt að með þessum samningi verða nú KÍ með samningaviðræður í kjölfar annarra á vinnumarkaðnum, ekki fyrstir.

Nú er líka klárt að "samningsgólfið" - þ.e. byrjunarupphæðin sem verður samið útfrá í næstu samningum er 6 % hærri þá en nú.

Klásúlan um frekari viðræður og undirbúning ýtir vonandi hugsunum okkar allra úr vör.  Nú eru 18 mánuðir til stefnu, ég held að við eigum að nota þá mánuði vel og virkilega gera góðan samning sem útilokar frekari áhyggjur af kjörum kennarastéttarinnar.

Auglýsi eftir hugmyndum, og ekki væri nú leiðinlegt að heyra t.d. í hjúkrunarfræðingum sem náðu slíkum samningum fyrir nokkrum árum.......


mbl.is Kennarasamband Ísland og Launanefnd sveitarfélaga ná samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Þetta er reglulega vont mál. Kjör kennara eru svo léleg að þau stuðla að því að óhæfir veljist í störfin. Siðferðileg skylda allra góðra kennara er að mótmæla þessu með því að segja upp störfum og ráða sig ekki aftur fyrr en mikil launahækkun hefur náðst fram. Í landi eins og Íslandi þar sem atvinna er næg á ekki að nota vinnumarkaðsbaráttu til að ná fram betri kjörum heldur hverfa til annarra verka. Geri kennarar það ekki eiga þeir á hættu að fá á sig ímynd undirmálsstéttar, fólks sem unir því að fá ekki rétt laun fyrir vinnu sína.

Birnuson, 12.3.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband