Af veðursvæðum.
20.3.2007 | 19:02
Snæfellsnesið er ótrúlegt! Allavega þar sem það er vestast!
Þegar ég vaknaði í morgun heyrði ég vindhvin, en alls ekki stórviðri. Um kl. 7:40 hringdi Kristín "rútufreyja" í mig og tjáði mér það að skólabílstjórarnir væru ekki vissir um að þeir kæmust í Ólafsvík. Þeir lögðu þó af stað.
Helga fór í framhaldsskólarútuna og fór af stað upp úr 7:40. Næst 7:50 hringir Kristín aftur og tilkynnir að rúturnar hafi snúið við og fari ekki á Breiðina eða undir Ennið. Þá er komið að Helgu, um 8-leytið snýr framhaldsskólarútan við í Ólafsvík og keyrir ekki austur eftir nesinu í Grundarfjörð.
Sandarar sáu svo um krakkana á Hellissandi, Ólsarar í Ólafsvík. Vissulega var rok og leiðindaveður, en strax á milli Hellissands og Rifs var SJÓÐbrjálað veður. Það er alveg hreint magnaður munur á veðri hér á litlu svæði undir jöklinum. Smátt og smátt lærir maður um þetta, t.d. er suð-austan áttin eins og var í dag hrikaleg í Ólafsvík, en rólegri hér.
Myndin er af húsinu hennar Lilju vinkonu minnar. Vona innilega að ekki hafi nú fokið mikið hjá henni, þekki af eigin reynslu stór foktjón og veit hve ömurlegt það er. Vona ekki........
Björgunarsveit kölluð út í Ólafsvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það hefur nú alltaf "gustað" um þig frændi........
Vilborg Traustadóttir, 20.3.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.