Veit ekki alveg......

Verð að viðurkenna að ég féll ekki í stafi yfir því sem ég hef séð og heyrt af framboðstilkynningu dagsins.

Ómar er of ör þessa dagana og sennilega er erfiðasta verk samherja hans að halda honum á jörðinni svo að framboðið verði trúverðugt.  Finnlandsleiðir og Hawai-garðar hljóma svolítið súrrealískt á mig......

Hins vegar fannst mér rangt hjá þeim Margréti og Ómari að sitja ekki tvö ein á fundinum.  Þetta er þeirra tilraun til samstöðu og óþarfi að safna að sér frekar veikradda einstaklingum á fyrsta fundi.

Svo kom upp umræða um VG og sósíalisma.  Enn einu sinni.  Skildi ekki tímasetningu þess, koma strax með hræðslurödd á fyrsta fundi. 

Ef svona framboð á að virka þarf það að sýna fram á það sjálft hvað það "ætlar að verða".  Ekki byrja strax að tala um hvað "það er ekki".

Ég ætla nú samt ekki að útiloka þau strax frá mínu atkvæði.  Maður þarf að heyra hvað stendur á bakvið stóru orðin og hvað menn hyggjast gera í öðrum framfaramálum.  Umhverfismál eru stóru mál heimsins í framtíðinni og mjög mikilvægt að þau séu ekki bundin á klafa annarar stjórnmálastefnu.

Græningjar um allan heim eru á miðju og ef þeim tekst að gera Íslandshreyfinguna að miðjuflokki held ég að margir gleymi hinum miðjuflokkunum tveimur, Frjálslyndum og Framsókn.   Því Margrét og Ómar hafa svona þrettán sinnum meiri persónutöfra og eldmóð en Guðjón Arnar og Jón Sig.

Sjáum til!


mbl.is Ómar vill opna eldfjallagarða líkt og á Hawaii
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ok!!!

Ég sem hélt að stundum væri asi á mér!!!

Magnús Þór Jónsson, 22.3.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband