Þögnin rofin á öðrum afmælisdegi.
6.4.2007 | 09:58
Hæhæ.
Jæja, komin heim í sæluna á Selhólnum á ný. Styttum reyndar norðurferðalagið um einn dag. Leiðindaveðurspá þýddi það að fjölskyldan stormaði heim til sín á miðvikudagskvöld í stað fimmtudags. Notuðum gærdaginn í það að sækja frú Sólveigu Traustadóttur, móður mína í sveitasæluna okkar hér í örfáa daga.´
Hún greinilega hefur velþóknun jökulsins sem sýndi henni sig allan á fyrsta degi, nokkuð sem ansi hreint margir gestir okkar fá ekki að sjá. Veður gærdagsins var svaka fallegt, heiðskírt og sól með hægum andvara.
Eftir mikla útiveru fyrir norðan var þó gærdagurinn frekar mikill innidagur. Hlíðarfjall var fínt, færið reyndar frekar þungt, en ekki margir í fjallinu þá daga sem við fórum þangað. Þrælskemmtilegt. Fórum svo í matarboð hjá Hörpu og átum saltfisk á Neðri-Dálkstöðum auk þess sem ég var búinn að ramma inn afmæliskvöldverð úti að borða fyrir Helgu Lind. Einu leiðindin voru þau að búið var að plana heimsókn til Möggu og Jósé á miðvikudagskvöld eða fimmtudagsmorgunn, en þegar norðanáttin hræddi bílstjórann datt það upp fyrir. Stoppa þar á fyrsta degi næst, það er loforð!
EN, í dag er 6.apríl og það þýðir að yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Sigríður Birta Magnúsdóttir hefur náð 3ja ára aldri. Ótrúlegt en satt. Fæðing hennar rennur seint úr minninu, enda lét daman hafa svona þokkalega fyrir sér áður en hún lá og brosti fallega til okkar beggja. Dagurinn er því hennar, bakkelsi sett af stað í gær og einhverju á að bæta við. Afmælisveislan er nú helst fyrir okkur sem að dveljumst hér í dag, en þó eru óstaðfestar fregnir um það að Kristján og Rósa vinir okkar séu að hugsa um að renna í kaffið. Það væri gaman!
En allavega, þögnin rofin og því væntanlegt a.m.k. eitt blogg á dag héðan frá....
Athugasemdir
Má blogga á Föstudaginn langa?
Til hamingju með dótturina. Það er ekki að spyrja að veðrinu hérna á fagra nesinu.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.4.2007 kl. 10:44
Til hamingju Sigríður Birta! Kær kveðja í bæinn.
Vilborg Traustadóttir, 6.4.2007 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.