Vel unnið plagg hjá VG.
11.4.2007 | 14:47
Flakkaði lauslega, las fyrirsagnir og markmið í þessu riti VG.
Verð að viðurkenna að það kemur mér á óvart hversu náið og vel þeir fara þarna ofan í sjálfbæra þróun. Ég er talsverður áhugamaður um sjálfbæra þróun, tel uppeldi mitt í litlu samfélagi og sveitabæ ráða miklu þar um. Virðing fyrir landinu og gjöfum þess er meiri í þeirri nálægð við náttúruna. Án þess að kasta rýrð á borgarsamfélög sem eru betri í öðrum þáttum.
Mér sýnist VG ætla að fara þá leið að stefna í átt að sjálfbærara samfélagi, sem er nokkuð sem ég tel að Ísland eigi að stefna að, án vafa. Þau markmið sem stefnt er að til 5 ára eru flestöll góð og klárlega framkvæmanleg.
Ég er svo barnalegur að telja það að allir Íslendingar ættu að vera umhverfissinnar. Þetta litla sker þarf þess að við hugsum vel um það.
Ef öfgastefna "á móti" VG dettur niður og önnur mál verða unnin af þeirri yfirvegun sem mér sýnist það sem ég hef lesið í þessu riti hafi verið gert eru VG að færast nær því að hægt sé að treysta þeim til að koma að landstjórninni. Það er stór áfangi hjá þeim flokki finnst mér.
Vinstri grænir kynna Græna framtíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úje sammála minn kæri bloggvinur. Er náttúrulega VG inn að hryggsúlu og með mikinn áhuga á sjálfbærri þróun og tel eins og þú að Íslendingar eigi að vera umhverfissinnar.
Takk fyrir góðan pistil.
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.4.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.