Risinn lagður af stað.
12.4.2007 | 19:12
Þá lagði Geir af stað á stærstu pólitíkusarsamkundu landsins. Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrulega einstakur risi í íslenskri pólitík. Frá upphafi verið stór og mikill, sá stærsti á meðan að aðrir flokkar hafa farið í allar áttir, klofnað og náðst saman. Í engum öðrum flokki halda menn eins saman, bræðralag er algert og fáir ná að koma þannig höggi á þá að þeir klofni. Albert Guðmunds sennilega sá eini bara!
Mér finnst línan mýkri en oft áður. Umræða um eldri borgara og umhverfið var fyrirferðarmeiri en reikna mátti með af hægri armi íslenskra stjórnmála.
Íhaldið er klárlega á þeim stað sem þeir vilja vera. Þeir elska að stjórna, eru algerlega óhræddir að koma fram sínum stefnumálum og ráða oftast algerlega stöðunni í stjórnmálunum á landinu.
Þess vegna held ég að líklegt megi telja að afrakstur þessa landsfundar muni læðast inn í landstjórnina, hvort sem það verður með Framsókn sem hækju eða annan hvorn vinstri flokkanna í meirihlutastjórn.
Vonandi að landsfundurinn skili þá almennilegum tillögum fyrir alla í landinu, ekki bara suma.
Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott Malla!!!!!
Sjáðu hvað þú græðir mikið á að blogga, ný íþrótt!!!! Nú er bara að stofna körfuknattleiksdeild Leiknis...... Vilberg Marinó var slarkari og Viddi Eiðabúi getur eitthvað. Bara af stað með stúlkuna!!!!
Magnús Þór Jónsson, 12.4.2007 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.