Mennta- og félagsmál

Daginn í dag einbeitti ég mér að því að fylgjast með fréttum og umræðu um félags- og menntamál tengdum komandi kosningum.

Fyrst kom ákaflega jákvætt skref.  Starfshópur fagaðila tilkynnti það að stefna bæri að því að leggja niður samræmd próf í núverandi mynd. FRÁBÆRT!!!!!!!!!  Loksins á að treysta stærsta, elsta og reynslumesta skólastiginu fyrir því að skila af sér fullgildum námsmönnum til framhaldsnáms.

Ég var ansi hreint reiður þegar ákveðið var að fella niður stúdentsprófin samræmdu og skólamenn kepptust við að lýsa yfir sinni ánægju með það að þeim væri treyst áfram.  Við áttum semsagt að sitja undir því að ekki væri hægt að treysta okkur, við þyrftum mælingar próffræðinga sem sumir hverjir hafa aldrei kennt nokkrum manni neitt til að sjá hvað við kynnum.

Og prófin flokka börn í "vonda" og "góða" nemendur sem framhaldsskólarnir grípa svo í dilka.  Fáránlegt kerfi, sem stimplar 16 ára einstaklinga út frá því hversu vel þeir kunna að lesa og minni þeirra er gott.  Aðrir hæfileikar týndir.

Semsagt, gott!!!!  Vissulega þarf að hafa ákveðna stýringu, en skólar eiga að fá að velja sér sínar áherslur, nú tekst kannski t.d. að stofna skóla með áherslu á t.d. umhverfismennt, söng, íþróttir eða hvað annað.  Einkarekinn eða opinberan.

Þá hlustaði ég á fréttirnar og heyrði Ólaf Guðmundsson yfirlækni BUGL loksins koma með hinar réttu útskýringar biðlista á Barna- og unglingageðdeild.  Með allri virðingu fyrir nýju húsnæði.  ÞAÐ FÆST ENGINN SÉRFRÆÐINGUR INN Á DEILDINA VEGNA LÉLEGRA LAUNAKJARA!!!  Þetta eru ekki fréttir fyirr okkur sem höfum verið í samstarfi við það frábæra fólk sem vinnur á deildinni.  Ég upplifði það einu sinni að ræða við þrjá mismunandi sálfræðinga um sama skjólstæðinginn á 5 mánuða tímabili.  Fagfólkið hafði fengið betur launuð störf og stökk á þau.

Þar liggur hinn raunverulegi vandi.  Það verður að hækka laun sérfræðinga á vegum ríkisins VERULEGA.  Okkar minnstu og veikustu skjólstæðingar búa við það að skortur á fagfólki inni á ríkisstofnunum er orðinn það verulegur að skammarlegt er.

Svo kom Siv, sú indæla kona með siglfirskar tengingar, í fréttunum og svaraði ekki fyrir málalflokkinn, neitaði að kommentera á það hvort staðan væri ekki skammarleg en talaði um að auka ætti sérfræðiaðstoð inni á heilsugæslustöðvunum!!!!  Hún brosti breitt þegar hún tók fyrstu skóflustunguna en var ekki tilbúin að svara um líðan þeirra sem inni í steypunni eiga að vera!  Kannski vissi hún ekki um stöðuna.  Birkir Jón lenti í því á sínum tíma á fundi í Ráðhúsinu sem ég sat.  Fékk einfaldlega rangar upplýsingar.  Veit ekki um það, en skömmin mikil.

Svo var það kosningafundur um félags- og menntamál.  Fyrst félagsmálin.  Magnús Stefánsson stóð sig vel.  Kannski er ég orðinn svona mikill Snæfellsbæingur, en mér fannst hann taka rétt á málunum, var ekkert að fela og reyndi að svara fyrir sig.  Ögmundur og Jóhanna náttúrulega algerlega á heimavelli og fóru mikinn.  Frjálslyndir og Íslandshreyfingin frekar nafnlaus.

Svo var það Guðlaugur Þór.  Ég ber heilmikla virðingu fyrir Sjálfstæðisflokknum, hef áður lýst því og sé alveg vegna hvers hann er stærsti flokkur landsins.  Hvernig flokkurinn getur teflt manni eins og Guðlaugi framarlega skil ég ekki.  Hann var illa undirbúinn, þvaðraði um prósentutölur, svaraði ekki spurningum og reyndi að spyrja aðra í staðinn.  Svo kórónaði hann lélega frammistöðu algerlega þegar í umræðum um biðlista á BUGL og Greiningarstöð Ríkisins kom að honum.  Þá benti hann á nýleg foreldranámskeið í Reykjanesbæ sem möguleika á því að stytta biðlistana!!!! SVAKALEGT!  Maðurinn veit algerlega ekkert hvað hann er að tala um.  Veit ekkert hvaða börn bíða eftir vistun á BUGL og greiningu á Greiningarstöð.  Þvílíkar kveðjur sem hann veitti foreldrum þessara FÁRVEIKU barna sem skólar og forráðamenn eru að óska eftir aðstoð fyrir.  SOS námskeið!!!! ERU ÞAU SVÖR FYRIR BÖRN MEÐ VERULEG ÞROSKAFRÁVIK OG/EÐA BÖRN MEÐ GEÐRASKANIR?????

Semsagt, Framsókn, Samfylking og Vinstri Grænir unnu fyrri hlutann.

Svo kom að menntamálum.  Mér fannst sá fundur frekar bragðlítill.  Verð að viðurkenna það að hafa verið sammála nafna mínum hjá Frjálslyndum þegar hann sagði að aukning háskólanáms væri ekki stjórnmálaflokkum að þakka, heldur samfélaginu.  Sammála.  Samfélagið hefur heimtað aukna menntun og þetta eru viðbrögð við því.  Ekki er það síður að þakka leik-, grunn- og framhaldsskólum sem eru nú orðnir vinnustaðir sem nemendum er vel við.  Þess vegna er það sjálfsagt að halda áfram í skóla.  Ef nemendum liði þar illa héldu þeir áreiðanlega ekki áfram í skóla.

Þorgerður Katrín er góður íþrótta- og menningarmálaráðherra og flottur menntamálaráðherra fyrir háskólastigið.  Hún hefur runnið á rassinn í framhaldsskólanum, en viðurkenndi það í kvöld.  Hún er náttúrulega ekki ráðherra grunnskólans.  Alveg ljóst að grunnnámið er ekki mál ríkisins.  Erum við öll sátt við það???  En ekki við Þorgerði að sakast.  Stóð sig eins og við var að búast.

Jón Sigurðsson er mikill skólamaður og var glæsilega undirbúinn, á öllum stigum.  Katrín Jakobsdóttir er einn öflugasti talsmaður VG, bíður af sér mikinn þokka og var gríðarvel undirbúinn.  Björgvin var eins og alltaf, hægur og yfirvegaður.  Stóð sig vel.  Margrét Sverris reyndi, en því miður er lítið að marka Íslandshreyfinguna þegar hún talar um annað en umhverfismál.

Mér fannst röðin vera;  VG, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Samfylking, Frjálslyndir og Íslandshreyfing.

Er ekki búinn að velja bókstafinn sem ég krossa við enn........

Vona að einhver hafi enst við lesturinn.  Málaflokkarnir standa hjarta mínu og hug nær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég entist sko allan lesturinn, enda gríðarlega mikilvægur málaflokkur sem þú fjallar um í pistlinum. Ég er nokkuð sammála flestu sem í honum stendur en verð að setja stórt og mikið spurningamerki við það að ÞKG hafi verið flottur ráðherra fyrir háskólastigið... skólagjaldaumræðan hennar fyrir nokkrum misserum var algjörlega út úr kú. Skólagjöld í ríkisháskóla? Nei þá flyt ég á brott!

Ég vona að þér fari að ganga ágætlega með að velja bókstafinn... núna eru hvað, 18 dagar í kosningar :) Ég er fyrir löngu búin að ákveða minn og hlakka til að skila inn utankjörfundaratkvæðinu mínu hið fyrsta! 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Agný

Hvernig stendur eiginlega á því að að svo gott annað hvert barn hér á landi á við einhverskonar geðraskanir að stríða?

Er það ekki mál sem þyrfti að skoða?  Hvað það er sem er að orsaka þessa svakalegu aukningu í þessum hóp..

Við íslendingar eigum heimsmet í Ritalin notkun..finnst engum þetta neitt athugavert...  Ja mér finnst það....það er ekki eðlilegt að börn og unglingar her á landi séu að drepast úr einhverskonar vanlíðan í þessu þvílíka góðæri sem ríkisstjórnin fjargar og þvargar um...

Nei það er eitthvað stórt að hér...hvort sem við íslendingar almennt séum eitthvað tæpir á geðinu er svo annað mál...miðað við aðrar þjóðir..það er svo spurning...

Agný, 26.4.2007 kl. 03:25

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég entist til að lesa pistilinn og gott betur.  Góð samantekt af Kastljóssþættinum en mín röð er: VG, Samfó, Íslandshreyfing osfrv.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.4.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband