Hvað er í austrinu á ferðinni?

Verð að viðurkenna að þetta mál angrar mig aðeins, veit ekki alveg hverju á að trúa.

Eins og velflestir fylgdist maður með hruni kommúnismans og gladdist með hverju ríkinu á fætur öðru sem fékk sjálfstæði og gat því byrjað uppbygginguna á ný.

Fréttaflutningurinn sem kemur frá Eystrasaltsríkjunum er þó sérkennilegur í meira lagi.  Mafía virðist vera algeng í öllum löndunum og löndin virðast flytja út gríðarlegt magn eiturlyfja og mannsal landlægur viðbjóður. 

Svo í gær var viðtal við Íslending búsettan í Eistlandi sem gekk svo langt að lýsa þessu máli sem "viðurstyggilegum tilburðum þjóðernissinnaðra Nasista í Eistlandi að styrkja tök sín á þjóðfélaginu".  Í fréttum hefur komið fram að Rússar búsettir í Eistlandi, um 33% þjóðarinnar, eru beittir félagslegum órétti og hafa ekki sömu réttindi og hreinræktaðir Eistar.

Í hnotskurn veit maður ekki alveg hvað er þarna í gangi.  Ekki dytti nokkrum manni í hug að betra sé fyrir Eistlendinga að vera partur af Sovétríkjunum, en ef að málið er að níðast á minnihlutahópum, þarf alþjóðasamfélagið að grípa þar inní.  Tala nú ekki um ef viðtalið við Íslendinginn var raunsönn lýsing á stöðunni í Eistlandi.  Ekki finnst mér huggulegt ef Nasistar eru að verða ríkjandi hópur í nokkru samfélagi.

En vonandi leysa menn málið án vandræða og yfirgangs.  Rússar virðast vera að rétta úr kútnum og því miður sýnist manni gamlir stórveldisdraumar vera að ná sér á strik.

Ekki sakna ég spennunnar sem ríkti í heiminum á meðan að Sovétríkin og Bandaríkin voru turnarnir tveir.

Vonandi tekst þeim að klára málið farsællega, Eistunum!


mbl.is Borgarstjóri Moskvu vill sniðganga Eistland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Karlsson

Já þetta er ekki einfalt mál. Hér í Finnlandi hafa þeir þann háttinn á í sjónvarpinu að ræða við háskólakennara og sérfræðinga í málefnum eins og þessum. Í viðtali við einn slíkan kom fram að í Eistlandi er þriðjungur íbúanna Rússar. Það eru ekki nema tæpleg ein og hálfmilljón íbúa þarna. Hann benti á að fyrir Eista tákna stríðslokin upphaf „kúgunar“ í Eistlandi - Sovétið. Fyrir Rússa tákna stríðslokin „sigurs“. Eftir hrun Sovét hafa Eistar aldrei viðurkennt að þar væri stór minnihlutahópur. Og í þessum minnihlutahópi eru margir ungir atvinnuleysingjar.

Það verður árekstur þegar tákn sigurs og kúgunar er fjarlægt. Þetta verður vonandi til þess að Eistar viðurkenna þennan stóra minnihlutahóp og bregðast við þeim vanda sem hann er í.

Mér þykir ekki ólíklegt að rússneski minnihlutahópurinn fari í taugarnar á meirihlutanum en þjóð sem er að stimpla sig inn í hóp tæknivæddustu þjóða veraldar verður að taka á þessum málum

Málið er að Eistar hafa gert stórkostlegt átak í tölvuvæðingu og eru með þeim fremstu í heiminum. Þeir ætla sér langt en með gríðarstóran sveltan minnihlutahóp komast þeir ekki áfram.

Hafsteinn Karlsson, 1.5.2007 kl. 13:41

2 identicon

Ég bý líka í Eistlandi og get nú alls ekki tekið undir "viðurstyggilegum tilburðum þjóðernissinnaðra nasista í Eistlandi að styrkja tök sín á þjóðfélaginu" Það má ekki gleymast að Eistland er sjálfstætt land með það vandamál að þar búa á þriðja hundrað þúsund innflytjendur, þ.e. rússnenski minnihlutin. Ég les mikið í blöðum á Íslandi skrifað um svipað, en miklu minna vandamál með innflytjendur.

Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sigurður, ætlar þú að segja mér að rússneskumælandi eistlendingar séu innflytjendur þó flestir þeirra séu fæddir og uppaldir í landinu? Hvað þarf margar kynslóðir til að menn teljist "innfæddir"? Finnst þér það eðlilegt að rússneskumælandi íbúar landsins séu meðhöndlaðir sem annars flokks borgarar?

Guðmundur Auðunsson, 1.5.2007 kl. 15:06

4 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Sælir drengir og takk fyrir álitin.

Vill ítreka það að ég er að vitna í viðtal útvarpsins í gæsalöppunum, ekki mín skoðun, enda aldrei til Eistlands komið.

Hafði einmitt lesið grein um framfarir Eistlands og þeir sem þangað hafa komið lýsa vinalegum móttökum í landi sem virðist vera að rétta úr kútnum allhressilega.

Hafsteinn segir það sem segja þarf, svelti minnihlutahópa er ekki þjóð til framdráttar í einu eða neinu. 

Takk aftur drengir.

Magnús Þór Jónsson, 1.5.2007 kl. 16:42

5 identicon

Sæll Guðmundur, bara örstutt, þegar rauði her sovétrikjanna með bronshermannin umdeilda i fararbroddi "frelsaði" eistland undan hersetu þjóðverja hertóku sovétmenn landið, en samkvæmt hugmyndum sovétmanna og rússa i dag hafði eistland verið síðust 300 ár inná yfirráðasvæði þeirra. stuttu fyrir stríðslok 1945 sendi sovéski flugherinn sprengjuvélar yfir tallinn sem þa var þegar hersetin af sovétmönnum og engin hergagnaframleiðsa þar, þetta var bara til að minna eistlending a " að nú komum við aftur" síðan i tveimur herferðum drápu eða fluttu sovétmenn til siberíu um 30% af eistlendingum, mest listamenn, menntafólk, kennar, stjórnmálamenn og menn í viðskiptum, svona björgúlfa. síðan aftur fram til um 1970 fluttu sovétmenn eitt til tvö hundrað þúsund sovét verkamenn til eistlands til að hjálp félögunum i eistlandi. þegar síðan sovétríkin lýða undir lok 1991 er ein og hálf milljón manna í eistlandi án ríkisfangs eða passa þar sem allir höfðu verið með rauðan sovét passa áður. það var einfalt að leysa mál þeirra sem áttu rætur í landinu, konan mín sem á báða foreldra eistlendinga fékk strax passa en mikill hlut af þeim rússum sem voru i landinu talaði ekki eisnensku en í flestum löndum er kunnátta í tungumáli landsins m.a. það sem þarf til að fá ríkisborgararett (líka á íslandi) fólki var mikið hjálpað og boðin  kennsla í eistnensku og flestir eru komnir með passa, samt er stór hópur eftir með ekkert ríkisfang af ýmsum ástæðum kannski ekki áhugi, en með einhverskonar gráan passa sem dugir til ferða tilrússlands. þetta er allvega það sem ég sé og heyri við að búa hér

Sigurður Örn Brynjólfsson-söb (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband