Rússibanaferðinni á Geir að stjórna.

Sammála þessu.

Augljóst að þegar að tveir stærstu flokkarnir hafa tilkynnt að þeir ætli að ræða saman undir forystu Geirs á að láta Geir halda stjórnarmyndunarkeflinu.  Vel má vera að Ólafur Ragnar setji upp leik þar sem hann ræðir við alla formennina áður en hann lætur Geir hafa umboðið en þetta er úrelt dæmi með að hann ráði einhverju um hvernig fer.

Til þess eru öll samskipti of auðveld, og stjórnmálaflokkar líkari hver öðrum.

Hins vegar var skemmtileg beygja í gær þegar Guðni hundskammaði Sjálfstæðismenn fyrir undirförli og Steingrímur J. sagði kjaftæði að VG gæti ekki unnið með Framsókn, það sem þyrfti væri stjórnandinn Ingibjörg Sólrún!

Allt í einu virðist Geir þurfa að hafa Ingibjörgu góða í þessum viðræðum flokkanna, það sýnist vera staðan að Ingibjörg eigi möguleika á að leiða ríkisstjórn Samfylkingar, VG og Framsóknar.

Mér hugnast það þó alls ekki!  Enn sannfærður að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er sterkasta stjórn sem völ er á, hef ekki trú á öfgahægristjórn og heldur ekki því að þrengt verði að stórfyrirtækjunum.

Spennandi tímar í viðræðunum, það er á hreinu.


mbl.is Liggur í augum uppi að Geir á að fá umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband