Skelfingin ein!
2.6.2007 | 22:03
Fæst orð bera minnsta ábyrgð.
Þetta var einfaldlega alveg hrikalega slakt. Fyrir utan Ívar, Brynjar og Árna Gaut virtust aðrir leikmenn vera áhugalausir og hreinlega ekki tilbúnir að leggja sig fram!
Þessir indælu menn, Eyjólfur og Bjarni, sem ég ber ómælda virðingu fyrir virðast ekki ná að kveikja neista í landsliðinu. Að mínu viti er það aðalverk landsliðsþjálfara, og frá því í Belfast hefur þennan neista sárlega vantað.
Dettur ekki í hug að heimta afsögn þeirra tveggja en satt að segja hefur mér virst þeim báðum líða frekar illa þessa dagana og eilítið ráðalausir. Jolli er steinhættur að brosa og Bjarni sat fastur í kvöld. Þekki svosem streitu þjálfarastarfsins og vona að þeir nái að snúa blaðinu við. Þeir eru að gera sitt besta, en eins og í laginu virðist núna þurfa aðeins meira.
Láta hendur standa fram úr ermum í Svíþjóð drengir, en það verður hrikalega erfitt......
![]() |
Jafntefli gegn Liechtenstein og Eiður í leikbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.