Gott mál!
5.6.2007 | 16:32
Ragnar Þorsteinsson kominn af stað.
Minn góði vinur og fyrrum yfirmaður í Breiðholtsskóla greinilega farinn að setja mark sitt á Menntasvið. Vann ákaflega gott brautryðjendastarf í málefnum nýbúa í Breiðholtinu og ég er handviss um að hann fer fram af heilindum með hag nýrra Íslendinga, og þarmeð okkar allra í brjósti.
Hann getur alveg fengið okkar feril hér lánaðan. Í skólanum okkar eru 11% nemenda með annað eða bæði foreldri sem hefur ekki íslensku sem móðurmál.
Frábært vinnuteymi starfsfólks skólans hefur unnið upp flottan feril sem ég er handviss um að Reykvíkingar geta nýtt sér. Ég held að málið sé að brjóta báknið niður. Í minni samfélögum skiptir einn maur máli, sama hver uppruni hans er. Reykjavík á ekki að einblína á teymi og ferla heldur fjölga fagfólki inn í skólana og auka fjármagn til mannauðs.
Ef ég ber saman fjármagn sem lagt er í mannauð í mínum skóla nú við það sem skólar í Reykjavík búa við er samanburðurinn ósanngjarn, algerlega okkur í vil, þar sem allir maurarnir eru mikilvægir og við erum ákveðin í að öll dýrin í skógarlundinum verði vinir.
Go Ragnar!
Stefnumótum í málefnum barna af erlendum uppruna samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hefur lengi verið beðið eftir að geta boðið börnum af erlendum uppruna á stefnumót?
krossgata, 5.6.2007 kl. 16:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.