Heimskuleg verslunarferð

Ætla ekki að láta leiðinlega því ég á nokkra félaga sem halda með West Ham og vona að þeir eigi ekki erfitt ár fyrir höndum.

En ég held það.  Of lengi hefur West Ham keypt leikmenn sem hafa lítinn metnað, en meiri áhuga á feitu launatékkunum sem Eggert og Björgúlfur réttu þeim við samningsundirskrift.

Ljungberg, Bellamy, Lucas Neill og Boa Morte!  Svo bætum við leikmönnum sem ekki meikuðu það hjá stórliðum, Spector, Upson og Richard Wright.  Hendum inn vandræðagemsanum Lee Bowyer og þar með ertu kominn með vandræðalegan kokteil sem engu mun skila.

Anton Ferdinand, Robert Green og Dean Ashton eru góðir leikmenn.  Ekki margir aðrir sem stóru liðin hefðu áhuga á.

West Ham verður í ströggli held ég og því miður eru Eggert og Björgúlfur að eyða miklum peningum í vitlausa aðila.

Vona innilega að Eiður Smári detti ekki inní þennan kokteil.  West Ham þarfnast hann ekki, heldur ungra hæfileikaríkra leikmanna sem þurfa og vilja sanna sig.

Mitt mat allavega.


mbl.is Curbishley: Gríðarlega vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband