Til hamingju ÓPÚ!
19.8.2007 | 20:33
Það eru til svo skemmtileg forrit sem skammstafa. Í Mentor.is - gagnakerfi grunnskóla - var örnafn Ólafar Pálínu í Breiðholtsskóla ÓPÚ, ansi hreint margræð skammstöfun, t.d. ópið ÚÚÚÚÚ, nú eða Ó - PÚÚÚÚÚ. Hvorugt á þó við þessa öðlingskonu sem ég veit að er afar glöð með það að vera nú formaður Framsóknarkvenna. Ekki gefst hún upp á pólitíkinni, sem er held ég stundum erfið tík! Ætla nú líka bara að vera nokkuð sammála sumum ályktununum, t.d. er löngu kominn tími á kynjaskipt fangelsi og kynjabundinn launamunur er náttúrulega skammarlegur! Kannski ÓPÚ endi bara á þingi og nái að breyta heiminum í betri heim en nú er. Til hamingju vinkona! |
Ólöf Pálína Úlfarsdóttir kjörin formaður LFK | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.