Hjartanlega til hamingju Blönduósingar!

Enn ein skrautfjöðurin í hatt ótrúlega ötulla Hvatarmanna!!!!

Hvöt frá Blönduósi er lið sem hefur síðustu 15 ár haldið uppi gríðaröflugu starfi á meðal Blönduósinga og annarra Húnvetninga.  Þessi áfangi þeirra kemur mér bara ekkert á óvart!

Vignir og félagar eru íþróttinni til sóma, liðið byggt að mestu upp af heimamönnum sem lifa og hrærast í boltanum, leggja mikið á sig til að æfa og eiga góða umgjörð skilið!!!

Á meðan ég spilaði á Sigló í "kjallaradeildinni" var alltaf skemmtilegt að koma á Blönduós.  Flottur völlur, alvöru fótboltalið og skemmtileg umgjörð.  Var uppáhalds staðurinn á eftir Hofsósi.  Því miður hefur orðið erfiðara hjá Neistamönnum, en Hvatarmenn berjast ótrauðir áfram, þrátt fyrir áföll í atvinnulífi bæjarins og alltof marga ósigra í úrslitakeppni 3.deildar á undanförnum árum.

Slíkt lið á skilið að fara upp, þrátt fyrir að mótherji þeirra í úrslitunum sé lið á nákvæmlega sama stalli.  Baráttujaxlarnir á Seyðisfirði.  Þangað er líka alveg svakalega skemmtilegt að fara að spila fótbolta.  Gott að annað þeirra kemst upp.  Vonandi komast þau bæði.  Fótboltinn á Íslandi þarf slík lið úr kjallaranum.

Vonandi fá áhorfendur í sætum og brekku góðan leik um helgina!!!!

 


mbl.is 100 sæti á íþróttavellinum á Blönduósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

áfram Huginn

Einar Bragi Bragason., 23.8.2007 kl. 01:39

2 Smámynd: Gerða Kristjáns

Áfram Hvöt, takk fyrir flott orð

Gerða Kristjáns, 23.8.2007 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband