Ljótt er ef satt reynist!
26.8.2007 | 10:02
Er virkilega enn verið að berjast gegn fordómum og hroka í garð samkynhneigðra á okkar ágæta landi? Núna les maður um sérkennilega hegðun nágranna Q-bars, sem virðist bara vilja þann bar í burtu úr nágrenni sínu. Var fyrir sunnan nýlega og var á þessu horni. Röðin á Sólon leystist þar upp í slagsmál, en löng var hún og mikill hávaði. Þá löbbuðum við Helga upp Ingólfsstrætið og litum inn á Q-bar. Þar var ekki mikið af fólki, skemmtileg tónlist og þægilegt andrúmsloft. Sátum þar og hittum fólk, sam- og gagnkynhneigt, ekki það að það skipti nokkru máli! Virkilega þægilegt og fínt. Ragnar frændi minn hefur þarna upp raust sína. Það sem ég þekki til hans gefur mér tilefni til að taka þessi orð hans trúanleg. Ragnar hefur lengi verið tilbúinn að verja lítilmagnann og ég efast ekki um að hann mun verjast slíkum ágangi af krafti. Ísland er nefnilega fyrir alla. Ég minnist ekki frétta af eiturlyfjasölu, ofbeldi og nauðgunum á Q-bar. Hins vegar á nokkrum öðrum. Mér finnst að fólk ætti nú að byrja á að skoða slíka staði. |
Telur um einelti að ræða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr, heyr!!
Janus, 26.8.2007 kl. 10:32
Ernu er ég búinn að þekkja í 32 ár og að saka hana um fordóma gagnvart hommum er svona álíka eins og að halda því fram að páfinn sé lesbía. Þarna er einfaldlega langlundargeð hennar þrotið gagnvart ónæðinu sem er greinilega búið að aukast mikið frá því að Ari í Ögri var þar sem samkynhneigði eineltingurinn er núna til húsa.
Ævar Rafn Kjartansson, 29.8.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.