Hættu Villi, gerðu það!

Ég tók út fyrir viðtölin við Vilhjálm Vilhjálmsson í gær.  Vorkenndi honum hreinlega.  Bjarna Ármannssyni var augljóslega brugðið verulega í Kastljósi RÚV í gær, enda virðist algerlega ljóst að Vilhjálmur Þór er að troða marvaða til að fá að halda áfram í pólitík.

Sá marvaði er troðinn í mýri.

Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að halda trúverðugleika sínum, ekki bara í borginni, heldur líka á landsvísu verður formaður flokksins að grípa inní.  Strax.

Vilhjálmur er smátt og smátt búinn að búa til sprungur í umhverfi flokksins, hann "minnist ekki" þessa og hins og reynir að láta eins og það sem hann gerði hafi verið með velþóknun flokksins!  Myndi vilja hitta Davíð Oddsson þessa dagana, sá er ekki kátur held ég!

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson er örugglega ágætur maður.  Vill vel og reynir að standa sig.  En hann er ekki á vetur setjandi í nútímapólitík.  Hann er einn í hverju viðtalinu eftir annað og virðist telja það að þar sem enginn annar tjái sig megi hann bara halda áfram að neita.

Enginn trúði honum í gær, allavega enginn sem ég hef talað við.  Maður er að fylgjast með manni sem hefur týnt sínu pólitíska lífi, en er að reyna að öðlast annað líf.

En kettir einir eiga mörg líf, og ég er alveg viss um að þeir ættu ekki mörg líf í pólitík.

Gamli góði Villi.  Hættu núna, viðurkenndu óafsakanleg mistök þín í því að vera ekki nægilega vel upplýstur í þessu máli og þá staðreynd að þú hefur ekki verið að fylgja flokkslínum sem þér ber að fylgja.  Þú átt engan möguleika á að vinna þig út úr þessu lengur og öll viðtöl þín og viðbrögð verða bara til þess eins að þú sekkur neðar í mýrina.

Hanna Birna, þú næst takk.


mbl.is Vilhjálmur Þ: „Nei, 20 ára ákvæðið var ekki kynnt fyrir mér "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég er hissa á bæði Vilhjámi og Bjarna að mæta í viðtalið.  Ekkert sem sagt er bætir neitt núna.

Vilborg Traustadóttir, 16.10.2007 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband